Mannréttindaráð - Fundur nr. 207

Mannréttindaráð

Ár 2017, föstudaginn 8. desember var haldinn 207. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08.30. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Sabine Leskopf, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Magnús Sigurbjörnsson og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar setur fundinn og flytur stutt erindi. 

2.    Sólveig Rós, fræðslufulltrúi samtakanna 78 flytur erindið „Hinsegin í skólanum - hvað er það?“

3.    Hafþór Máni Brynjarsson, nemandi Rimaskóla flytur erindið „Ég var ekki einn“.

4.    Sigríður Birna Valsdóttir, fjölskyldu- og leiklistarmeðferðarfræðingur flytur erindið „Trans börn og ungmenni á Íslandi“.

5.    Fram fara umræður fundargesta og fyrirlesara. 

Fundi slitið kl. 10.00

Elín Oddný Sigurðardóttir

Björn Gíslason    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson    Magnús Sigurbjörnsson