Mannréttindaráð - Fundur nr. 206

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, þriðjudaginn 2. maí, var haldinn 206. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon og Svanhildur H. Valsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Greinargerð Félagsþjónustunnar um framvindu starfsþjálfunar í jafnréttismálum 1999 lögð fram. Jafnréttisnefnd lýsir yfir ánægju sinni með greinargerðina.

2. Starfsáætlun Reykjavíkurhafnar í jafnréttismálum fyrir árið 2000 lögð fram. Jafnréttisráðgjafa falið að ræða við forsvarsmenn Reykjavíkurhafnar um frekari útfærslur áætlunarinnar.

3. Drög að samningi við Gallup lögð fram til kynningar.

4. Þátttaka í námstefnu á vegum Kvennaeflingarverkefnis í maí n.k. Jafnréttisráðgjafa falið að setja fulltrúahópinn saman.

Svanhildur H. Valsdóttir kom á fundinn kl. 12.30.

5. Tillaga til þingsályktunar um samþykkt Alþjóða vinnumálastofnunarinnar nr. 156 lögð fram til kynningar. Samþykkt að fela jafnréttisráðgjafa að kynna tillöguna fyrir forstöðumönnum og kjörnum fulltrúum.

6. Jafnréttisáætlun Hafnarfjarðarbæjar lögð fram til kynningar. Samþykkt að fela jafnréttisráðgjafa að rita bréf með árnaðaróskum í tilefni að metnaðarfullri áætlun.

Fundi slitið kl. 13.00

Kristín Blöndal

Kjartan Magnússon Hrannar B. Arnarsson
Svanhildur H. Valsdóttir Anna Kristinsdóttir