Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 28. nóvember var haldinn 206. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Diljá Ámundardóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Magnús Sigurbjörnsson og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram aðgerðaráætlun í mannréttindamálum 2018-2022.
Samþykkt.
2. Fram fer kynning á undirbúningi á opnum fundi mannréttindaráðs þann 8. desember nk..
3. Lagðar fram umsóknir til mannréttindaráðs Reykjavíkur um skyndistyrki.
Samþykkt að veita umsókninni Stjórnmálaskóli fyrir konur af erlendum uppruna, styrk að upphæð kr. 150.000,-
Samþykkt að veita umsókninni Kynjaþing 2017, styrk að upphæð kr. 150.000,-
Styrkumsókn um Raust - Hausthátíð frestað.
Öðrum umsóknum hafnað.
Sabine Leskopf víkur af fundi undir þessum lið.
4. Lagt til að Diljá Ámundardóttir, Magnús Már Guðmundsson og Magnús Sigurbjörnsson, taki sæti í hópi sem fer yfir styrkumsóknir mannréttindaráðs fyrir næsta fund mannréttindaráðs þann 12. desember nk.
Samþykkt.
5. Lögð fram greinagerð vegna styrks frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, Læsi allra mál – fræðslumyndbönd.
Fundi slitið kl. 13.25
Diljá Ámundardóttir
Björn Gíslason Sabine Leskopf
Arnaldur Sigurðarson Magnús Már Guðmundsson
Magnús Sigurbjörnsson