Mannréttindaráð - Fundur nr. 205

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, þriðjudaginn 11. apríl, var haldinn 205. fundur jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir, Kjartan Magnússon, Harpa Hrönn Frankelsdóttir og Ragnhildur Jónasdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Frumvarp til fæðingarorlofslaga lagt fram til kynningar. Varaformaður lagði fram tillögu að ályktun vegna frumvarpsins sem samþykkt var með lítilsháttar breytingum með þremur atkvæðum meirihluta. Kjartan Magnússon greiddi ekki atkvæði en boðaði bókun á næsta fundi nefndarinnar. Jafnréttisráðgjafa falið að ganga frá ályktuninni og senda hana fjölmiðlum.

2. Jafnréttisráðgjafi lagði fram yfirlit um gerð starfsáætlana borgarstofnana dags. 6. apríl 2000. Jafnréttisnefnd telur yfirlitið sýna fram á nauðsyn mikillar eftirfylgni vegna starfsáætlana af hálfu jafnréttisráðgjafa. Frekari umræðu frestað.

Kjartan Magnússon vék af fundi kl. 12.40.

3. Jafnréttisráðgjafi lagði fram yfirlit um hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum hjá Reykjavíkurborg dags. 23. mars 2000. Jafnréttisnefnd fagnar auknum hlut kvenna og telur stefnumörkun borgaryfirvalda að þessu leyti hafa skilað umtalsverðum árangri. Nefndin bendir þó á að vinnustaðir Reykjavíkurborgar eru enn mjög kynjaskiptir eftir málaflokkum og gildir það um ábyrgðar- og stjórnunarstöður einnig. Jafnréttisráðgjafa falið að kynna yfirlitið borgarráði og fjölmiðlum.

Fundi slitið kl. 13.00.

Anna Kristinsdóttir

Ragnhildur Jónasdóttir Harpa Frankelsdóttir