Mannréttindaráð - Fundur nr. 205

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 14. nóvember var haldinn 205. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundardóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason, Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á niðurstöðum könnunar á þjónustu borgarinnar við fatlað fólk á sambýlum og búsetukjörnum út frá margbreytileika í starfsmannahópi.

Elín Sigríður Gunnsteinsdóttir og Erla Björg Sigurðardóttir frá velferðarsviði taka sæti undir þessum lið.

-    Kl. 12.30 tekur Herdís Anna Þorvaldsdóttir sæti á fundinum.

2.    Fram fer kynning á undirbúningi og dagskrá opins fundar mannréttindaráðs Reykjavíkur þann 8. desember n.k.

3.    Fram fer kynning á launakönnun Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar. R13020063

Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar, Jakobína Þórðardóttir framkvæmdarstjóri St.Rv. og Garðar Hilmarsson formaður St.Rv. taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4.    Fram fer kynning á drögum starfsáætlun mannréttindaráðs 2018-2022.

Fundi slitið kl. 13.55

Elín Oddný Sigurðardóttir

Diljá Ámundardóttir    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson    Magnús Már Guðmundsson

Björn Gíslason    Herdís Anna Þorvaldsdóttir