Mannréttindaráð - Fundur nr. 204

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 31. október, var haldinn 204. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundardóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á drögum á starfsáætlun í mannréttindamálum. 

2.    Fram fer umræða um opinn fund mannréttindaráðs og útfærslur á þema „Hinsegin málefni“.

3.    Lagt fram bréf, dags. 28. september 2017, frá borgarráði, tillaga um að starfshópur komi með tillögur að aðgerðum til að auka kosningaþátttöku í næstu sveitarstjórnarkosningum R17090251.

 

Fundi slitið kl. 12.57

Elín Oddný Sigurðardóttir

Diljá Ámundardóttir    Sabine Leskopf

Arnaldur Sigurðarson    Magnús Már Guðmundsson 

Björn Gíslason