Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2000, þriðjudaginn 21. mars, var haldinn 204. fundur Jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.30. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon og Svanhildur H. Valsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Hið gullna jafnvægi. Jafnréttisráðgjafi lagði fram drög II að verkáætlun. Lagt fram minnisblað frá Gallup, dags. 20.3.2000. Lagt fram minnisblað jafnréttisráðgjafa, dags. 20.3.2000, um ráðningu verkefnisstjóra. Nefndarmenn lýstu ánægju sinni með þá vinnu sem fram hefur farið og samþykktu minnisblöðin og drög að verkáætlun.
2. Lögð fram til kynningar umsögn jafnréttisráðgjafa um frumvarp til nýrra jafnréttislaga, dags. 12.3.2000.
Anna Kristinsdóttir vék af fundi kl. 13.00.
Fundi slitið kl. 13.15
Kristín Blöndal
Svanhildur H. Valsdóttir Hrannar B. Arnarsson
Kjartan Magnússon