Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 10. október, var haldinn 203. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundardóttir, Sabine Leskopf, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason og Jóna Björg Sætran. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á á ferlum til að tilkynna grun um ofbeldi gagnvart fötluðu fólki af hálfu starfsmanna.
Halldóra Gunnarsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Fram fer umræða um opinn fund mannréttindaráðs og möguleg þemu.
Svandís Anna Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
– Kl. 12.40 tekur Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.
3. Fram fer kynning á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum 10. október og starfsemi Geðhjálpar.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn hefur verið haldinn hér á landi frá árinu 1996 þann 10. október ár hvert. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á geðheilbrigðismálum og fræða almenning um geðrækt og geðsjúkdóma og sporna gegn fordómum í garð geðsjúkra. Tölur sýna að einn af hverjum fjórum glímir við geðrænar áskoranir einhvern tímann á lífsleiðinni. Margt hefur áunnist og hefur Reykjavíkurborg lagt áherslu á batamiðaða nálgun í þjónustu síðustu ár, nú síðast með stofnun Bataskóla á haustdögum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar kemur fram að óheimilt sé að mismuna fólki vegna skert heilsufars eða fötlunar. Mikilvægt er að gleyma ekki þeim sem glíma við mikinn kvíða, þunglyndi og geðraskanir í því samhengi, enda leynast fordómar ennþá víða. Mannréttindaráð fagnar Alþjóðlegum degi geðheilbrigðis en bendir jafnframt á mikilvægi þess að geðheilbrigðisdagurinn er dagur allra, alla daga.
Hrannar Jónsson formaður Geðhjálpar og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Lagðar fram greinagerðir vegna styrkja til mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
a. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi – Friðarleikarnir
b. Jóna Guðbjörg Torfadóttir – Flísar siðferðilegar örsögur
Fundi slitið kl. 13.36
Elín Oddný Sigurðardóttir
Diljá Ámundardóttir Sabine Leskopf
Arnaldur Sigurðarson Magnús Már Guðmundsson
Björn Gíslason Magnús Sigurbjörnsson