Mannréttindaráð - Fundur nr. 203

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Ár 2000, þriðjudaginn 22. febrúar, var haldinn 203. fundur jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon og Svanhildur H. Valsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Striking the Balance – verkefnið. Jafnréttisráðgjafi lagði fram drög að verk- og kostnaðaráætlun. Samþykkt að fela jafnréttisráðgjafa að vinna áfram með verkefnið.

Anna Kristinsdóttir vék af fundi kl. 13.15.

2. Lagt fram erindi frá tímaritinu Veru dags. 21. 2. 2000, um aðkomu jafnréttisnefndar að tímaritinu í formi reglulegs fréttaflutnings gegn árlegu framlagi sem næmi kr. 250.000. Samþykkt að fela jafnréttisráðgjafa að kanna málið frekar.

Kjartan Magnússon vék af fundi kl. 13.45.

3. Lagt fram erindi frá Stígamótum og fleiri samtökum um samstarfsverkefni gegn kynferðisofbeldi dags. 20. febrúar 2000 og minnisblað jafnréttisráðgjafa dags. 21. febrúar 2000. Minnisblaðið samþykkt.

4. Jafnréttisráðgjafi lagði fram minnisblað dags. 21. febrúar 2000: Drög að ferlilýsingu v/jafnréttisáætlunar 2000 – 2004. Samþykkt.

5. Hrannar B. Arnarsson skýrði frá kynningu á Norræna samþættingarverkefninu í stjórn ÍTR, sem var einkar áhugaverð.

Fundi slitið kl. 14.10.

Kristín Blöndal

Svanhildur H. Valsdóttir Hrannar Arnarsson