Mannréttindaráð
Jafnréttisnefnd
Ár 2000, þriðjudaginn 8. febrúar, var haldinn 202. fundur jafnréttisnefndar Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Kristín Blöndal, Hrannar B. Arnarsson, Harpa Hrönn Frankelsdóttir, Svanhildur H. Valsdóttir og Kjartan Magnússon. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir jafnréttisráðgjafi, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynnt kjör nýs varamanns í jafnréttisnefnd, Hörpu Hrannar Franckelsdóttur. Hún boðin velkomin til starfa.
2. Rekstrarniðurstaða ársins 1999 kynnt.
3. Jafnréttisráðgjafi gerði grein fyrir ferð sinni til Ítalíu í boði forsætisráðuneytis Ítalíu á fyrstu jafnréttisráðstefnu ríkisstjórnar Ítalíu.
4. Jafnréttisráðgjafi kynnti vinnufund með fulltrúum sveitarfélagsins Götene, en jafnréttisnefnd hefur samþykkt aðild að ESB-umsókn ásamt því.
5. Samstarfsverkefni Leikskóla Reykjavíkur og jafnréttisnefndar. Jafnréttisráðgjafi kynnti fund með rektor KHÍ, bankastjóra FBA og aðilum hjá ESB vegna mögulegrar fjármögnunar verkefnisins.
6. Fjallað um styrkumsóknir sbr. minnisblað jafnréttisráðgjafa dags. 6. desember 1999, en ákvörðun var frestað á 200. fundi. Samþykkt að styrkja KRFÍ um 100.000 kr. og Stígamót um 100.000 kr. Öðrum umsóknum hafnað, með þeirri undantekningu að umsókn Rannsóknarstofu í kvennafræðum er til sérstakrar umfjöllunar hjá jafnréttisráðgjafa.
7. Samþykkt fyrir jafnréttisnefnd og jafnréttisfulltrúa Akureyrarbæjar. Lögð fram til kynningar.
8. Frumvarp til jafnréttislaga lagt fram til kynningar. Umræðu frestað til næsta fundar.
Fundi slitið kl. 13.40.
Kristín Blöndal
Kjartan Magnússon Harpa Franckelsdóttir
Svanhildur H. Valsdóttir Hrannar Arnarsson