Mannréttindaráð - Fundur nr. 201

Mannréttindaráð

Jafnréttisnefnd

Árið 2000, hinn 18. janúar, hélt jafnréttisnefnd Reykjavíkur 201. fund sinn. Var fundurinn haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.

Mætt voru: Kristín Blöndal, Anna Kristinsdóttir, Hrannar B. Arnarsson, Kjartan Magnússon, og Svanhildur H. Valsdóttir. Jafnframt sat fundinn Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt kjör nýs fulltrúa í jafnréttisnefnd, Hrannars B. Arnarssonar. Hann boðinn velkominn til starfa.

2. Dagskrá heimsóknar Ninni Hagman í boði jafnréttisnefndar. Fyrirkomulag námskeiðs kynnt.

3. Jafnréttisráðgjafi gerði grein fyrir vinnufundi í ESB – verkefninu “Frauenpolitiche Bildung für Chancengleichheit” 7. – 12. janúar sl. og þýðingu hans fyrir íslenska verkefnið “Kvennaefling í þágu jafnréttis”. Samþykkt að bjóða jafnréttisnefndum Akureyrar, Garðabæjar og Kópavogs.

Anna Kristinsdóttir vék af fundi kl. 13.15

4. Jafnréttisráðgjafi kynnti boð um þátttöku í ESB verkefnum: frá sveitarfélaginu Sant Cugas del Vallés á Spáni frá sveitarfélaginu Götene í Svíþjóð frá Athene í Danmörku Jafnréttisnefnd samþykkir að taka þátt í ofangreindum verkefnum og felur jafnréttisráðgjafa framkvæmd þess.

5. Samstarfsverkefni Leikskóla Reykjavíkur og jafnréttisnefndar “Leiðarvísir leikskólans inn í upplýsingasamfélagið”. Formaður gerði grein fyrir þróun hugmyndarinnar og mögulegum samstarfsaðilum. Samþykkt að fela jafnréttisráðgjafa að vinna áfram með málið.

6. Lögð fram umsókn Kvenréttindafélags Íslands um styrk til að greiða salarleigu fyrir Tjarnarsal vegna ráðstefnu KRFÍ 22. janúar nk. Samþykkt.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:40.

Kristín Blöndal

Svanhildur H. Valsdóttir Hrannar Arnarsson
Anna Kristinsdóttir Kjartan Magnússon