No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 12. september var haldinn 201. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Hannesarholti við Grundarstíg og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Jóna Björg Sætran, Björn Gíslason, Arnaldur Sigurðarson, Magnús Már Guðmundsson og Magnús Sigurbjörnsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. september 2017, um kosningu sjö mannréttindaráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 5. september sl. Elín Oddný Sigurðardóttir var kosinn formaður mannréttindaráðs. Jafnframt var tilkynnt um áheyrnarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina. R14060108.
2. Lögð fram að nýju styrkumsókn Samtakanna ´78, samanber 3. lið fundargerðar mannréttindaráðs, dags. 22. ágúst 2017. R17070087
Samþykkt að veita Samtökunum ´78 styrk að upphæð kr. 800.000 til reksturs hinsegin miðstöðvar fyrir haustið 2017.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð bendir á mikilvægi þess að framhald verði tryggt í samningagerð Reykjavíkurborgar við Samtökin ´78.
3. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun mannréttindaráðs 2018.
4. Fram fer vinna við starfsáætlun mannréttindaráðs 2018.
- Kl. 13.00 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.
- Kl. 15.10 víkur Björn Gíslason af fundinum.
Barbara Jean Kristvinsson, Tómas Ingi Adolfsson, Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, Svandís
Anna Sigurðardóttir og Halldóra Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 16.01.
Elín Oddný Sigurðardóttir
Diljá Ámundadóttir Björn Gíslason
Sabine Leskopf Arnaldur Sigurðarson
Magnús Sigurbjörnsson Magnús Már Guðmundsson