Mannréttindaráð - Fundur nr. 200

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 22. ágúst, var haldinn 200. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Sigurbjörnsson, Björn Gíslason, Jóna Björg Sætran og Arnaldur Sigurðarson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagðar eru fram greinargerðir frá styrkhöfum styrkja mannréttindaráðs.

a. Mímir símenntun - Til heilsu og starfa. R15100185

b. Félag Litháa – Vinabrú evrópsk ráðstefna. R16040117

c. Geðhjálp – Útmeða, til að fækka sjálfsvígum ungra karla. R16040157

d. Ha, á Íslandi – Umfang, eðli kostnaður v. heimilisofbeldis karla. R16040148

e. Höndin sjálfshjálparsamtök. R16040144

f. Íris Indriðadóttir - Ellist, Sameining kynslóða. R16040161

g. Korpúlfar – Tölvufærni aldraðra. R16040112

h. Kristín María Stefánsdóttir - LGBTQ fjölskyldur (ást er ást). R16050035

i. Rauði krossinn í Reykjavík – Vin. R16050031

j. Samtök um líkamsvirðingu – Fólk en ekki faraldur. R16040153

k. Samtök um tvítyngi - Vertu með! Móðurmál náttúra og tungumálaauðlindir. R16050037

l. Wift félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi – vefmiðill Wift. R16040122

m. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis- og fiknivanda – Heggur sá er hlífa skyldi? samfélagsleg ábyrgð gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. R16050033

n. Druslugangan/Hjalti Vigfússon – Ég er drusla. R16050034

o. Samtökin 78- Hinsegin ungliðastarf. R16050040

- Kl. 12.25 tekur Magnús Már Guðmundsson tekur sæti á fundinum.

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaráð þakkar starfsfólki Mannréttindaskrifstofu fyrir mikla vinnu og vel unnin störf þegar það kemur að öflun greinagerða og umsjón yfir öllum styrkjaferlum ráðsins. Fulltrúum ráðsins finnst mikilvægt öllum gögnum um fjárúthlutanir sé haldið vel til haga.

2. Niðurstöður Fjölmenningarþings 2017 kynntar. R17020029

Mannréttindaskrifstofu falið að koma niðurstöðum þingsins á framfæri við þau svið og skrifstofur sem málið varðar.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka mannréttindaskrifstofu fyrir greinargóða og ítarlega skýrslu um fjölmenningarþing. Samkvæmt niðurstöðum fjölmenningarþings eru innflytjendur óánægðir með þjónustu borgarinnar og hafa verið allt kjörtímabilið þar sem að niðurstöður þingsins voru nánast eins árið 2014. Erfitt hefur reynst fyrir innflytjendur að leita upplýsinga um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, húsnæðismál og félagsþjónustu svo dæmi séu tekin ásamt því að nálgast hagnýtar upplýsingar um þjónustu borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vona að mannréttindaskrifstofa skoði nú ítarlega hvernig sé hægt að bæta þjónustu við innflytjendur enda telja innflytjendur 12% af fólksfjölda Reykjavíkurborgar.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Samfylkingar og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar meirihlutans í mannréttindaráði þakka mannréttindaskrifstofunni fyrir greinagóða úrvinnslu úr niðurstöðum fjölmenningarþings en Reykjavíkurborg hefur verið leiðandi í samráði við innflytjendur m.a. í gegnum Fjölmenningarþing og fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar. Væntanlegar eru niðurstöður úr vinnu stýrihóps um stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks og munu þær verða nýttar til að bæta þjónustu við þessa hópa hjá Reykjavíkurborg. Einnig hefur mannréttindaskrifstofu verið falið að senda niðurstöður fjölmenningarþings til þeirra aðila innan borgarkerfisins sem málefnið varðar. Mikilvægt er að vinna sífellt að því að bæta þjónustu við innflytjendur hjá Reykjavikurborg.

Joanna Marcinkowska tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð er fram umsókn Samtakanna ´78, dags. 5. júlí 2017, um styrk til reksturs hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir haustönn 2017, sem var vísað til mannréttindaskrifstofu frá borgarráði þann 20. júlí 2017. R17070087

Frestað.

Fundi slitið kl. 13.38

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sabine Leskopf Diljá Ámundadóttir

Björn Gíslason Magnús Már Guðmundsson

Magnús Sigurbjörnsson Jóna Björg Sætran