Mannréttindaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 4. desember var haldinn 20. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.03. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Sabine Leskopf, Guðný Maja Riba, Kjartan Jónsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Björn Gíslason og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar Öldungaráðs: Viðar Eggertsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Jóhann Birgisson og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsfólk: Þórhildur Guðrún Egilsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning velferðarsviðs um þjónustuíbúðir. MSS25100131
Berglind Magnúsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð þakkar fyrir greinargóða kynningu á þjónustuíbúðum fyrir aldraða og þeirri heildstæðu þjónustu sem veitt er í sex íbúðakjörnum Reykjavíkurborgar. Þar kemur skýrt fram mikilvægi aldursvænnar borgar, þar sem áhersla er lögð á að íbúar geti búið sem lengst heima við, með öryggi, virðingu og aðgengi að fjölbreyttum stuðningi, þar á meðal heimaþjónustu, félags- og heilbrigðisþjónustu.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samstarf í kennslu og færni eldra fólks í tæknilæsi, sbr. 4. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 6. nóvember 2025. Jafnframt er lögð fram umsögn velferðarsviðs um tillöguna, dags. 21. nóvember 2025. MSS25100015
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram dagskrá vegna opins fundar mannréttindaráðs sem fram fer þann 10. desember nk. undir yfirskriftinni; Mannrétttindi og orðræðan – Hvernig samfélag viljum við? MSS22110179
- Kl.14.07 víkja af fundinum eftirfarandi fulltrúar öldungaráðs; Viðar Eggertsson og Jóhann Birgisson aftengist fjarfundarbúnaði. Eftirfarandi starfsmaður víkur af fundinum; Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.
- Kl.14.32 taka sæti á fundinum áheyrnarfulltrúar ofbeldisvarnarmála; I. Jenný Ingudóttir og Ásmundur Rúnar Gylfason með rafrænum hætti. Eftirfarandi starfsmaður tekur sæti á fundinum; Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 1. desember 2025, um kynningu á stöðu aðgerðaráætlunar Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð þakkar fyrir kynningu á aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025–2028. Áætlunin veitir mikilvæga yfirsýn yfir þau fjölmörgu verkefni sem unnin eru þvert á borgina og undirstrikar að baráttan gegn ofbeldi krefst skýrra verkferla, samþættingar og öflugs samstarfs stofnana, grasrótar og sérfræðinga.Ráðið fagnar þeirri heildstæðu nálgun sem áætlunin byggir á, með skýrri áherslu á forvarnir, vernd barna, stuðning við brotaþola og markvissar aðgerðir til að draga úr ofbeldi í öllum birtingarmyndum. Þá vill ráðið sérstaklega benda á mikilvægi þess að þjónusta og vernd nái til allra hópa samfélagsins. Í því samhengi vekur ráðið athygli á stöðu kvenna af erlendum uppruna sem oft standa frammi fyrir tungumála- og menningar hindrunum sem geta hindrað aðgang að úrræðum. Ráðið fagnar því að upplýsingagjöf sé aðgengileg á fleiri tungumálum og að aukin menningarnæmni í þjónustu sé hluti af áætluninni. Mannréttindaráð vill hvetja önnur sveitarfélög að fylgja fordæmi borgarinnar og setja sér aðgerðaráætlun gegn ofbeldi.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning embættis landlæknis um aðgengi að áfengi og íþróttastarf. MSS25110136
- Kl. 15.02 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.
Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Samstarfsflokkar mannréttindaráðs þakka fyrir upplýsandi kynningu um aðgengi að áfengi og íþróttastarf. Forvarnargildi íþróttastarfs fyrir börn og ungmenni er óumdeilt, og vísar ráðið í umsögn mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs um endurskoðun 11. gr. málsmeðferðarreglna borgarráðs um veitinga- og gististaði MIR24070001. Þar var lögð megináhersla á að gefa ekki eftir þann árangur sem náðst hefur undanfarna áratugi í forvörnum gegn áfengis- og vímuefnaneyslu meðal barna og ungmenna. Kynningin varpar jafnframt skýru ljósi á tengsl aukins aðgengis að áfengi við ofbeldi, skaða meðal barna og ungmenna og veikingu forvarna. Samstarfsflokkarnir taka undir að aukið aðgengi, hvort sem er í gegnum sölu, fjáröflun eða viðburði á vettvangi íþrótta, standi í andstöðu við markmið Reykjavíkurborgar um lýðheilsu, öryggi og velferð barna og ungmenna. Samstarfsflokkarnir fagna því að lögð sé áhersla á að vernda jaðarsetta hópa og styðja við heilsueflandi samfélag þar sem íþróttastarf gegnir raunverulegu og áhrifamiklu forvarnarhlutverki. Samstarfsflokkarnir beina því til stýrihóps vegna endurskoðunar á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði að upplýsa ráðið um hvernig tillit hefur verið tekið til umsagna sem hafa borist.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka fyrir kynninguna og leggja áherslu á að fjallað sé um málið af raunsæi. Forvarnargildi íþróttastarfs er óumdeilt en einnig er ljóst að aðgengi að áfengi í samfélaginu hefur aukist verulega síðustu áratugi án þess að fullyrðingar um stóraukinn skaða standist samanburð. Við teljum því að skýr og framkvæmanleg reglusetning, í samræmi við sjónarmið íþróttahreyfingarinnar, sé áhrifaríkari leið en að byggja stefnu á hugmyndafræði sem byggir á óraunhæfum takmörkunum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hvetja því stýrihóp vegna endurskoðunar á málsmeðferðarreglum borgarráðs um veitinga- og gististaði til að taka sérstaklega mið af sjónarmiðum íþróttahreyfingarinnar og taka undir með meirihlutanum að Mannréttindaráð verði upplýst um hvernig tekið hefur verið tillit til allra umsagna sem bárust við endurskoðun reglnanna.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 2. desember 2025, um fund Nordic Safe Cities í Helsinki. MSS21110025
Fylgigögn
Fundi slitið kl.16.00
Sabine Leskopf Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Kjartan Jónsson Guðný Maja Riba
Friðjón R. Friðjónsson Björn Gíslason
Magnea Gná Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 4. desember 2025