Mannréttindaráð - Fundur nr. 20

Mannréttindaráð

Ár 2009, 22. janúar kl. 12.00 var haldinn 20. fundur mannréttindaráðs. Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir formaður, Björn Gíslason, Salvör Gissurardóttir, Zakaria Elias Anbari, Sóley Tómasdóttir, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh. Jafnframt sátu fundinn Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tilnefning áheyrnarfulltrúa F-lista í mannréttindaráð. Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir tekur við af Ástu Þorleifsdóttur og Ólafur F. Magnússon verður til vara.

2. Starfshópur um stofnun jafnréttisskóla. Niðurstöður kynntar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks taka undir tillögu meirihluta starfshóps um stofnun jafnréttisskóla og að nauðsynlegt sé að auka jafnréttisfræðslu í borginni og að það verði best gert með þátttöku í verkefninu jafnrétti í skólum sem er samvinnuverkefni nokkurra sveitarfélaga og ríkisins. Meirihluti Mannréttindaráðs telur að um nýstárlegt og metnaðarfullt verkefni sé að ræða og að með samvinnu og samtakamætti þeirra aðila sem að verkefninu koma náist frekar þau markmið sem stefnt er að með jafnréttisfræðslunni.
Bókun fulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar:
Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í mannréttindaráði ítreka þá afstöðu sem fram kemur í áliti minnihlutans um stofnun jafnréttisskóla og harma að meirihlutinn skuli ekki sýna meiri dug á sviði kynjajafnréttis er raun ber vitni.
Nauðsynlegt er að efla jafnréttisfræðslu í leik- og grunnskólum með öllum tiltækum ráðum og hefði jafnréttisskólinn orðið góð og mikilvæg viðbót við það starf sem nú þegar er í boði.
Bókun fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ítreka þá afstöðu sýna að markmiðum jafnréttisfræðslu verði best náð með öflugu starfi í samvinnu við ríki og önnur sveitarfélög með þátttöku í verkefninu jafnrétti í skólum. Meirihlutinn telur að með áframhaldandi þátttöku borgarinnar í þessu verkefni sé verið að stuðla að meiri vægi þessarar fræðslu og að fjármunir muni nýtast betur.
Vísað er á bug fullyrðingum um dugleysi meirihlutans á sviði kynjajafnréttis og minnt er á að. Með skipan í nefndir og ráð hjá meirihlutanum í borginni er kynjaskipting jöfn.Þá skal á það bent að meirihlutinn hefur beitt sér fyrir ýmsum verkefnum á sviði kynjajafnréttis Meirihlutinn mannréttindaráðs telur það frekar vera á færi Jafnréttisstofu að koma á fót sérstökum jafnréttisskóla.

3. Fundir og heimsóknir mannréttindaráðs fram á vori. Áætlun lögð fram og kynnt.

4. Stefnumótun og verkáætlun í innflytjendamálum lögð fram

Fundi slitið kl. 13.20

Marta Guðjónsdóttir

Salvör Gissurardóttir Sóley Tómasdóttir
Zakaria Elias Anbari Falasteen Abu Libdeh
Björn Gíslason Salvör Gissurardóttir