Mannréttindaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 3. apríl var haldinn 2. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Borgarráði og hófst kl. 13.04. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Guðný Maja Riba, Sara Björg Sigurðardóttir, Tinna Helgadóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs: Sigurður Ágúst Sigurðsson, Birna Sigurjónsdóttir, Jóhann Birgisson og Eva Kristín Hreinsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Anna Kristinsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 6. febrúar 2025, um að Berglind Eyjólfsdóttir taki sæti sem varafulltrúi í öldungaráði í stað Ellenar Calmon. MSS22060068
Fylgigögn
-
Fram fer kynning velferðarsviðs á félagslegum stuðningi við fólk með heilabilunarsjúkdóma. VEL25020007
Valný Óttarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, dags. 30. mars 2025, ásamt fylgiskjölum:
Talað var um að 16 milljónir fengjust í tekjur þegar allir eldri borgarar í Reykjavík og túristar greiddu 4000 kr. gjald í sundiðkun. Einnig að gjaldið færi í að styðja við starfsemi tengda eldri borgurum. Spurningar okkar eru tvær: a) Hve mikið innheimtist á síðasta ári eftir að gjaldið var sett á? b) Í hvað fóru þessar tekjur og/eða hverjir eiga að fá styrki úr þessum sjóð?
Vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs. MSS25030146
- Kl. 13.55 víkur Anna Kristinsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram álit innviðaráðuneytis dags. 12. mars 2025, varðandi breytingar í öldungaráði. MSS25030041
- Kl. 14.17 víkja af fundinum Sigurður Ágúst Sigurðsson, Birna Sigurjónsdóttir, Jóhann Birgisson og Eva Kristín Hreinsdóttir.
- Kl. 14.30 taka sæti á fundinum áheyrnarfulltrúar ofbeldisvarnarmála; Margrét Kristín Pálsdóttir, I. Jenný Ingudóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir, starfsmaður mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning mannauðs- og starfsumhverfissviðs um fræðslu til starfsfólks borgarinnar um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi, sbr. aðgerð nr. 50, í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Ásta Bjarnadóttir og Helga Bryndís Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 15.00 tekur Anna Kristinsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning mannauðs- og starfsumhverfissviðs um verkferla vegna ofbeldis sem starfsfólk verður fyrir, sbr. aðgerð nr. 52, í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Ásta Bjarnadóttir og Helga Bryndís Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 31. mars 2025, um hvatningarbréf mannréttindaráðs til félags- húsnæðismálaráðuneytis og til mennta- og barnamálaráðuneytis um að styrkja meðferð fyrir gerendur sem beita börn sín ofbeldi, sbr. aðgerð nr. 23, í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 31. mars 2025, um hvatningarbréf mannréttindaráðs til dómsmálaráðuneytis og til mennta- og barnamálaráðuneytis um eflingu samfélagslöggæslu, sbr. aðgerð nr. 46, í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi 2025 - 2028. MSS24060082
Samþykkt.Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar í mannréttindaráði hvetja þingmenn, barnamálaráðherra og dómsmálaraðherra til að festa í fjárlögum fjármagn til samfélagslögreglu og senda með því skýr og sýnileg skilaboð út í samfélagið um mikilvægi samfélagslögreglu. Samfélagslögreglur gegna mikilvægu forvarnarhlutverki og stuðla að því að traust til lögreglunnar aukist.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um erindisbréf samráðshóps um kortlagningu á vinnu borgarinnar gegn ofbeldi. MSS25020124
Samþykkt.- Kl. 15.48 víkja af fundinum Margrét Kristín Pálsdóttir, I. Jenný Ingudóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir.
Fylgigögn
Fundi slitið kl.15.51
Guðný Maja Riba Sara Björg Sigurðardóttir
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Tinna Helgadóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Friðjón R. Friðjónsson
Þorkell Sigurlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 3. apríl 2025