Mannréttindaráð - Fundur nr. 199

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 13. júní, var haldinn 199. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Arnaldur Sigurðarson, Björn Gíslason og Jóna Björg Sætran. Einnig sat fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Joanna Marcinkowska sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á skýrslu Félagsvísindastofnunar um greiningu á kynbundnum launamun hjá Reykjavíkurborg.

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12:46 tekur Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.

2. Fram fer kynning á ársskýrslu ferlinefndar fatlaðs fólks.

3. Fram fer umræða um starfsáætlun í mannréttindamálum 2018.

Mannréttindaráð felur Mannréttindaskrifstofu að hefja undirbúning  starfsáætlunar í mannréttindarmálum 2018 fyrir starfsdag ráðsins sem verður haldinn 12. september.

4. Lögð fram greinargerð um verkefnið sameining kynslóða.

5. Lagðar fram upplýsingar um endurgreiðslu á styrk sem Samþykkishópurinn fékk.

Fundi slitið kl. 13:46

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sabine Leskopf Diljá Ámundadóttir

Björn Gíslason Magnús Már Guðmundsson

Arnaldur Sigurðarson Jóna Björg Sætran

Magnús Sigurbjörnsson