Mannréttindaráð - Fundur nr. 198

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 23. maí var haldinn 198. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Kristján Freyr Halldórsson, Jóna Björg Sætran, Björn Gíslason, Arnaldur Sigurðarson, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á fundaráætlun mannréttindaráðs, júní-desember 2017.

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

Sumarleyfi mannréttindaráðs Reykjavíkur mun verða frá 27. júní - 8. ágúst 2017.

2. Fram fer kynning á væntanlegri dagskrá fjölmenningardags Reykjavíkurborgar 2017, sem haldin verður hátíðlegur þann 27. maí næstkomandi.

- Kl. 12.29 tekur Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.

- Kl. 12.38 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

3. Fram fer kynning á niðurstöðum fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar 2017, sem var haldið þann 25. mars sl.

4. Lagðar fram umsóknir til mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um skyndistyrki:

Samþykkt að veita Uppgjör við ástandið: Skjöl ungmennaeftirlits og ungmennadómstóls styrk að upphæð kr. 300.000, vegna flokkunar og greiningar skjala ungmennaeftirlits- og dómstóls.

Samþykkt að veita félags- og menningarmiðstöðinni Akkeri styrk að upphæð kr. 300.000 vegna kaupa á húsgögnum, tækjum og öðrum tilfallandi kostnaði sem fellur utan hefðbundins rekstrarkostnaðar.

Fulltrúar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmenn og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina telja æskilegt að skoðað sé hvort eðlilegt sé að veita styrki af almannafé borgarinnar.

Fundi slitið kl. 13.29

Elín Oddný Sigurðardóttir

Kristján Freyr Halldórsson Sabine Leskopf

Jóna Björg Sætran Magnús Sigurbjörnsson

Björn Gíslason Magnús Már Guðmundsson