Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 11. maí var haldinn 197. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.13.00. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Eva H. Baldursdóttir, Björn Gíslason, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, Eva Þórlaug Borg Ágústsdóttir, Magnús Már Guðmundsson. Einnig sátu fundinn Halldóra Gunnarsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á tilnefningum til mannréttindaverðlauna 2017 sem verða afhent á mannréttindadeginum þann 16. maí. Lögð fram umsögn valnefndar, dags. 10. maí 2017.
Lögð fram svohljóðandi tillaga mannréttindaráðs:
Lagt er til að veita dagskrárgerðarfólki og hugmyndasmiðum sjónvarpsþáttaraðarinnar Með okkar augum, mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017. Þáttaröðin hefur verið sýnd á RÚV síðastliðinn sex ár og hefur breikkað samfélagið okkar, brotið niður múra og aukið á umburðarlyndi gagnvart minnihlutahópum í landinu. Hún hefur einkum og sér í lagi sýnt fram á það hversu mikilvæg fjölbreytnin er í daglegum hversdagsleika og jafnframt hvað einsleitnin getur verið lýðræðislegu hugarfari hættuleg.
- Kl. 13.17 tekur Eva H. Baldursdóttir sæti á fundinum.
Samþykkt
2. Fram fer kynning á tilnefningum til hvatningarverðlauna mannréttindaráðs sem verða afhent á mannréttindadeginum þann 16. maí.
Lögð fram svohljóðandi tillögu mannréttindaráðs:
Lagt er til að veita hvatningaverðlaun mannréttindaráðs til Frístundamiðstöðvarinnar Tjörnin fyrir verkefnið Réttindaganga barna.
Samþykkt
Fundi slitið kl. 13.35
Elín Oddný Sigurðardóttir
Diljá Ámundadóttir Eva H. Baldursdóttir
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Magnús Már Guðmundsson
Björn Gíslason Magnús Sigurbjörnsson