Mannréttindaráð - Fundur nr. 195

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 25. apríl var haldinn 195. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12:15. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Jóna Björg Sætran, Björn Gíslason, Arnaldur Sigurðarson, Sabine Leskopf, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um skipan valnefnd vegna mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2017. Ráðið skilar inn tillögum um fulltrúa til mannréttindaskrifstofu fyrir 2. maí.

2. Fram fer kynning á starfsemi Bjarkarhlíðar, miðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis.

Ragna R. Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, tekur á fundinum sæti undir þessum lið.

3. Fram fer kynning á samstarfi lögreglu við ýmsa aðila tengda mansali á Íslandi.

Alda Hrönn Jóhannsdóttir lögfræðingur hjá Lögreglunni á Höfuðborgasvæðinu tekur sæti undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 13.55

Elín Oddný Sigurðardóttir

Diljá Ámundadóttir Sabine Leskopf

Jóna Björg Sætran Magnús Már Guðmundsson

Magnús Sigurbjörnsson  Björn Gíslason