Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 4. apríl var haldinn 194. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Jóna Björg Sætran, Arnaldur Sigurðarson, Sabine Leskopf, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á fjölmenningarþingi Reykjavíkur 2017 sem fram fór 25. mars sl.
2. Fram fer umræða um fjölmenningardag Reykjavíkurborgar þann 27. maí.
- Kl. 12.50 tekur Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.
3. Fram fer umræða um hvatningarverðlaun mannréttindaráðs. Auglýst eftir tilnefningum 18. apríl, meðal einstaklinga, innan stofnanna og fyrirtækja Reykjavíkurborgar.
4. Fram fer umræða um Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2017. Auglýst eftir tilnefningum 18. apríl. Afhending verðlauna fer fram 16. maí á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 13.07
Elín Oddný Sigurðardóttir
Diljá Ámundadóttir Sabine Leskopf
Jóna Björg Sætran Magnús Már Guðmundsson
Magnús Sigurbjörnsson