No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 28. mars var haldinn 193. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Stefán Benediktsson, Eva Baldursdóttir, Jóna Björg Sætran, Björn Gíslason Arnaldur Sigurðarson og Magnús Sigurbjörnsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á stöðu hatursorðræðu á Íslandi.
Eyrún Eyþórsdóttir lögreglufulltrúi hatursglæpa tekur sæti undir þessum lið.
- Kl. 12.15 tekur Björn Gíslason sæti á fundinum.
- Kl. 12.36 tekur Arnaldur Sigurðarson sæti á fundinum.
2. Fram fer kynning á Nordic Safe Cities og þátttöku Reykjavíkurborgar í stefnumótun um öruggar borgir í norðri.
3. Fram fer kynning á tilhögun atkvæðagreiðslu um fulltrúa í fjölmenningarráð Reykjavíkur 2017-2021.
4. Lagðar fram umsóknir til mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um skyndistyrki:
Samþykkt að vísa umsókninni Myndin af mér, aftur borgarráðs, með umsögn mannréttindaráðs Reykjavíkur. R17020122.
Samþykkt að veita umsókninni Andrými Félagsrými, styrk að upphæð 150.000 vegna kaupa á matvælum og leirtau.
Fulltrúar Sjálfstæðismanna og Framsóknarmenn, og flugvallarvinir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Fundi slitið kl. 13.52
Elín Oddný Sigurðardóttir
Stefán Benediktsson Diljá Ámundadóttir
Björn Gíslason Eva Baldursdóttir
Jóna Björg Sætran Magnús Sigurbjörnsson
Arnaldur Sigurðarson