No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 28. febrúar var haldinn 191. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Jóna Björg Sætran, Hildur Sverrisdóttir og Magnús Sigurbjörnsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Elísabet Pétursdóttir, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. febrúar 2017, um breytingu á áheyrnafulltrúa í mannréttindaráði. Arnaldur Sigurðarson tekur sæti sem áheyrnarfulltrúi í stað Þórlaugar Ágústdóttur sem jafnframt tekur sæti varaáheyrnarfulltrúa í stað Kjartans Jónssonar. R14060108
2. Lögð er fram skýrsla Evrópunefndarinnar gegn kynþáttafordómum og umburðarleysi,dags. 6. desember, 2016 um stöðu mála á Íslandi.
3. Fram fer umræða um margbreytileikafræðslu mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjölmenningarráðs vegna fjölmenningarþings Reykjavíkur 2017:
Að fjölmenningarþing fari fram 25. mars, 2016 í Ráðhúsi Reykjavíkur og Iðnó. Að fyrirkomulag umræðna verði með þeim hætti að bæði verði opnar spurningar og stutt könnun í lok hverrar umræðu, með já/nei/veit ekki svarmöguleikum. Eftirfarandi umræðuefni verði rædd á þinginu: Atvinnumál, húsnæðismál fjölmenningardagur, ráðgjöf fyrir innflytjendur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillögunni er vísað til framkvæmda mannréttindaskrifstofu.
Samþykkt.
5. Lögð fram svohljóðandi tillaga fjölmenningarráðs um kosningu fulltrúa í fjölmenningarráð 2017:
Að kosning þriggja fulltrúa í fjölmenningaráð, sem kosnir eru af þátttakendum á fjölmenningarþingi, verði til fjögurra ára í stað tveggja. Að kosning verði rafræn og að allir þátttakendur á Fjölmenningarþingi sem búsettir eru í Reykjavík hafi kosningarétt. Að kosning fari fram innan tveggja vikna eftir að þingið verður haldið. Að fundir fjölmenningarráðs fari fram á íslensku.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillögunni er vísað til mannréttindaskrifstofu sem senda mun erindi til forsætisnefndar um breytingar á samþykktum fyrir fjölmenningarráð í samræmi við tillöguna.
Samþykkt.
- Kl. 13.22 víkur Hildur Sverrisdóttir af fundi
Fundi slitið kl. 13.27
Elín Oddný Sigurðardóttir
Sabine Leskopf Diljá Ámundadóttir
Hildur Sverrisdóttir Magnús Már Guðmundsson
Jóna Björg Sætran Magnús Sigurbjörnsson