No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2017, þriðjudaginn 14. febrúar, var haldinn 190. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.00. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Jóna Björg Sætran, Hildur Sverrisdóttir og Arnaldur Sigurðarson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Elísabet Pétursdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á verkefninu Opinskátt gegn ofbeldi.
Halldóra Gunnarsdóttir, Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, Sigríður Marteinsdóttir og Hulda Valdís Valdimarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lögð er fram eftirfarandi tillaga mannréttindaráðs, dags. 14. febrúar 2017, um stöðugildi fyrir unga innflytjendur á fjölmiðlum:
Lagt er til að Reykjavíkurborg taki allt að fjögur stöðugildi af sumarstörfum ungs fólks hjá Reykjavíkurborg vegna sumarsins 2017 til að greiða fyrir störf ungra innflytjenda á fréttastofum fjölmiðla.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillögunni er vísað til borgarráðs.
Samþykkt.
3. Fram fer umræða um hvatningaverðlaun mannréttindaráðs.
Mannréttindaskrifstofu er falið að gera tillögu um slík hvatningarverðlaun og samhliða að fara yfir reglur um úthlutun mannréttindaverðlauna.
4. Lögð er fram eftirfarandi tillaga mannréttindaráðs um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar:
Lagt er til að aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar verði afhent í fyrsta sinn þann 10. mars í tengslum við alþjóðlegan dag aðgengis fyrir alla þann 11. mars.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillagan er samþykkt og henni vísað til borgarráðs til kynningar.
5. Fram fer kynning á samkomulagi um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði í Reykjavík.
Fundi slitið kl. 14.07
Elín Oddný Sigurðardóttir
Sabine Leskopf Diljá Ámundadóttir
Hildur Sverrisdóttir Magnús Már Guðmundsson
Jóna Björg Sætran