Mannréttindaráð - Fundur nr. 189

Mannréttindaráð

Ár 2017, þriðjudaginn 24. janúar var haldinn 189. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12:00. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Jóna Björg Sætran, Hildur Sverrisdóttir og Arnaldur Sigurðarson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt er fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. desember 2016, þar sem fram kemur að á fundi borgarstjórnar þann 20. desember 2016 hafi verið samþykkt að Jóna Björg Sætran taki sæti í mannréttindaráði og að Sveinn Hjörtur Guðfinnsson taki sæti varamanns í stað Snædísar Karlsdóttur. R14060108.

2. Fram fer kynning á niðurstöðum úr stýrihópi aldursvænna borga.

Birna Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð er fram eftirfarandi tillaga mannréttindaráðs:

Lagt er til að Reykjavíkurborg vinni að því að gera samninga við þrjá til fjóra fjölmiðla um að  gera ungum innflytjendum kleyft að fá sumarstörf á fjölmiðlum. Um yrði að ræða fjögur stöðugildi sem kostuð væru af atvinnupotti ungs fólks. Tillagan er í takt við úttekt Reykjavíkurborgar sem verkefnið fjölmenningarborgir (e. Intercultural Cities) stóð að við aðildarumsókn borgarinnar árið 2014.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Frestað.

4. Fram fer kynning á störfum starfshóps um innleiðingu jafnréttis- og mannréttindasjónamiða við innkaup og samningagerð. R15060075.

5. Lögð er fram greinargerð frá Maríu Reyndal, dags. 6. janúar 2017, um ráðstöfun styrkfjár vegna verkefnisins Mannasiðir.

Mannréttindaráð óskar eftir því að styrkurinn verði endurgreiddur í samræmi við reglur.

Fundi slitið kl. 13:15

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sabine Leskopf Diljá Ámundadóttir

Hildur Sverrisdóttir Magnús Már Guðmundsson

Jóna Björg Sætran