Mannréttindaráð - Fundur nr. 188

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 13. desember var haldinn 188. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.04. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Hildur Sverrisdóttir og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer afgreiðsla styrkja mannréttindaráðs 2017 samkvæmt tillögum faghóps. Eftirfarandi styrkumsóknir samþykktar:

Ásthildur Kjartansdóttir. Heimildarmyndin Sib sab oing. Kr. 300.000,-

Baldur Magnússon. Uppbygging tölvuvers fyrir aldraða í Borgun. Kr. 200.000,-

Grásteinshólmi ehf. Gayiceland.is. Kr.100.000,-

Halldór Árni Sveinsson. Heimildarmynd um100 ára kosningarafmæli kvenna. Kr. 500.000,-

Helga Ágústsdóttir. Gerð fræðslumyndbanda um málþroska og læsi. Kr. 500.000,-

Hiv-Ísland. Fræðsla og forvarnir 2017. Kr. 400.000,-

Hjólafærni á Íslandi. Hjólum með hælisleitendum í samstarfi við RKÍ. Kr. 500.000,-

Sjálfsbjargarheimilið. Jafningjafræðsla. Kr. 300.000,-

2. Lögð fram eftirfarandi tillaga mannréttindaráðs:

Lagt er til að Reykjavíkurborg vinni að því að gera samninga við þrjá til fjóra fjölmiðla um að gera ungum innflytjendum kleyft að fá sumarstörf á fjölmiðlum. Um yrði að ræða fjögur stöðugildi sem kostuð væru af atvinnupotti ungs fólks. Tillagan er í takt við úttekt á Reykjavíkurborgar sem verkefnið fjölmenningarborgir (e. Intercultural Cities) stóð að við aðildarumsókn borgarinnar árið 2014.

Tillögunni fylgir eftirfarandi greinargerð:

Á sameiginlegum fundi borgarstjórnar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar sem haldinn var 22. nóvember s.l. var rætt um fjölmiðla og kastljós þeirra á flóttafólki, hælisleitendum og fólki í leit að alþjóðlegri vernd. Fram kom á fundinum að mikilvægt sé að tryggja að raddir innflytjenda heyrist og þeim séu veitt sömu tækifæri til þátttöku og öðrum. Með slíkum samningi gæti Reykjavíkurborg lagt sitt af mörkum til þess að auka fjölbreytileika í umfjöllun fjölmiðla.

Frestað.

- Kl.13.17 Víkja Hildur Sverrisdóttir, Magnús Sigurbjörnsson og Diljá Ámundadóttir af fundi.

3. Fram fer kynning á vinnu starfshóps um fjölmenningarþing 2017. Sabine Leskopf kynnir.

4. Mannorð 6.tbl. rafrænt fréttabréf mannréttindaskrifstofu lagt fram.

Fundi slitið kl. 13.40

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sabine Leskopf Magnús Már Guðmundsson

Sveinn Hjörtur Guðfinnsson