Mannréttindaráð
Ár 2016, þriðjudaginn 22. nóvember var haldinn 186. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.07. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Kristján Freyr Halldórsson, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Hildur Sverrisdóttir og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um opinn fund mannréttindaráðs sem haldinn verður 9. desember. Lokadrög að dagskrá lögð fram og þau samþykkt.
- Kl.12:22 tekur Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.
- Kl.12:25 tekur Sveinn Hjörtur Guðfinnsson sæti á fundinum.
2. Fram fer umræða um ráðgjöf við innflytjendur 2017. Mannréttindastjóri kynnir.
3. Fram fer umræða um fund á vegum Nordic Safe Cities sem haldinn var í Osló 17. og 18. nóvember sl. Mannréttindastjóri og formaður kynna.
4. Styrkumsóknir til mannréttindaráðs vegna 2017 lagðar fram til kynningar. Í nefnd um úthlutun styrkja munu sitja Magnús Már Guðmundsson og Magnús Sigurbjörnsson.
5. Lögð fram drög að Mannorði, rafrænu fréttabréfi mannréttindaskrifstofu til kynningar.
Fundi slitið kl. 13.00
Elín Oddný Sigurðardóttir
Sabine Leskopf Kristján Freyr Halldórsson
Hildur Sverrisdóttir Magnús Már Guðmundsson
Magnús Sigurbjörnsson Sveinn Hjörtur Guðfinnsson