No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2016, þriðjudaginn 8. nóvember var haldinn 185. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.14. Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Auður Alfífa Ketilsdóttir, Magnús Már Guðmundsson og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á lokaúttekt Saman gegn ofbeldi, samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn heimilisofbeldi. R14100262
Halldóra Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl.12.17 tekur Sveinn Hjörtur Guðfinnsson sæti á fundinum.
- Kl.12.20 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.
- Kl.12.41 tekur Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.
2. Fram fer kynning á notendaráði fatlaðs fólks. R16030179
Tómas Ingi Adolfsson sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Fram fer umræða um ferð formanns mannréttindaráðs til Osló á stefnumótunarfund Nordic Safe Cities dagana 16.-18. nóvember næstkomandi. R16020118
4. Fram fer umræða um opinn fund mannréttindaráðs 9. desember 2016. R16100292
Fundi slitið kl. 13.39
Diljá Ámundadóttir
Sabine Leskopf Auður Alfífa Ketilsdóttir
Hildur Sverrisdóttir Magnús Már Guðmundsson
Magnús Sigurbjörnsson Sveinn Hjörtur Guðfinnsson