Mannréttindaráð
Ár 2016, þriðjudaginn 25. október var haldinn 184. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson, Hildur Sverrisdóttir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Kosning í mannréttindaráð. Auður Alfífa Ketilsdóttir tekur sæti sem varamaður í mannréttindaráði í stað Eyrúnar Eyþórsdóttur. R14060108
2. Lögð fram endurskoðuð mannréttindastefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í borgarstjórn þann 18.10.2016. R14090109
3. Fram fer kynning á jafnréttisúttekt á þremur íþróttafélögum í Reykjavík. Halldóra Gunnarsdóttir og Arnþrúður Ingólfsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókun mannréttindaráðs:
Mannréttindaráð þakkar Arnþrúði Ingólfsdóttur og Halldóru Gunnarsdóttur fyrir greinargóða kynningu á jafnréttisúttekt mannréttindaskrifstofu á þremur íþróttafélögum í Reykjavík. Úttektin leiddi í ljós að félögin vinna ekki nægjanlega með þá stefnumörkun sem þau hafa sett sér í jafnréttismálum. Ljóst er að leita þarf leiða svo félögin geri nauðsynlegar breytingar og starfi eftir virkum jafnréttisáætlunum sem gert er ráð fyrir að öll félög innan ÍBR fari eftir.
Samþykkt að vísa úttektinni til íþrótta- og tómstundaráðs. R16100142
4. Lögð fram starfsáætlun í mannréttindamálum fyrir árið 2017.
Samþykkt með 4 atkvæðum fulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina sitja hjá. R16100291
5. Lögð fram drög að reglum um skyndistyrki mannréttindaráðs . R16100323
Samþykkt.
6. Fram fer umræða um opinn fund mannréttindaráðs. Samþykkt að halda hann 9. desember. R16100292
7. Fram fer umræða um stöðu foreldra af erlendum uppruna á vinnumarkaði.
Bókun mannréttindaráðs:
Fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar taka alvarlega þau atvik sem nýverið hafa verið í fréttum um símhringingar vinnuveitenda til skóla og leikskóla barna starfsmanna af erlendum uppruna. Slík tilvik snúa að því að foreldrar þurfa að sinna börnum sínum ef skólastarf fellur niður eða ef um veikindi er að ræða. Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar harmar öll slík tilvik og leggur áherslu á að allir starfsmenn eiga rétt skv. kjarasamningum á svigrúmi til að sinna fjölskylduskuldbindingum. Öll mismunun á grundvelli uppruna er mannréttindabrot. Mannréttindaráð hvetur starfsmenn á öllum sviðum borgarinnar að vera vakandi fyrir mismunun af þessum tagi og fagnar því að skólastjórnendur standi vaktina í þessum málum. Mannréttindaráð hvetur öll stéttarfélög að fara í kynningarátak á réttindum félagsmannanna sinna í þessum málaflokki.
Fundi slitið kl. 13.52
Elín Oddný Sigurðardóttir
Sabine Leskopf Diljá Ámundadóttir
Hildur Sverrisdóttir Magnús Már Guðmundsson
Magnús Sigurbjörnsson Sveinn Hjörtur Guðfinnsson