Mannréttindaráð - Fundur nr. 182

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 27. september var haldinn 182. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.19. Fundinn sátu Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Guðni Rúnar Jónasson, Hildur Sverrisdóttir, Sabine Leskopf og Þórlaug Ágústsdóttir. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson boðaði forföll. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 21. september þar sem tilkynnt er að Elín Oddný Sigurðardóttir taki sæti Sóleyjar Tómasdóttur í mannréttindaráði og verði jafnframt formaður ráðsins. R14060108

2. Fram fer umræða um fjárhagsáætlun mannréttindaskrifstofu og mannréttindaráðs fyrir árið 2017. Sigurður Páll Óskarsson fjármálastjóri Ráðhúss tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fram fer umræða um starfsáætlum í mannréttindamálum fyrir árið 2017.

4. Fram fer umræða um stefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Lagt fram erindisbréf stýrihópsins.

5. Fram fer umræða um landsfund jafnréttisnefnda sem haldinn var á Akureyri 16. september sl. Fulltrúar ráðsins, Elín Oddný og Diljá, sem sóttu fundinn kynna.

6. Fram fer umræða um Bjarkarhlíð – miðstöð þolenda ofbeldis. Mannréttindastjóri kynnir.

7. Fram fer umræða um mótun reglna fyrir skyndistyrki mannréttindaráðs. Mannréttindaskrifstofu falið að gera drög að reglum og kynna á næsta fundi.

8. Fram fer umræða um Fjölmenningaþing Reykjavíkurborgar og samþykkt að  halda þingið í febrúar 2017. Gert er ráð fyrir að vinnuhópur verði búin að skila af sér til ráðsins skýrslu í desember 2016.

Fundi slitið kl. 13.30

Elín Oddný Sigurðardóttir

Sabine Leskopf Diljá Ámundadóttir

Hildur Sverrisdóttir Guðni Rúnar Jónasson

Magnús Sigurbjörnsson