Mannréttindaráð - Fundur nr. 181

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 6. september var haldinn 181. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn hjá Samtökunum ´78, Suðurgötu 3, og hófst kl.12.11.  Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Hildur Sverrisdóttir, Sveinn Hjörtur Guðfinnson, Sabine Leskopf og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á starfsemi Samtakanna ´78 og hagsmunafélögum þeirra. Auður Magndís Auðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- kl.12.17 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.

- kl.13.24 fer Hildur Sverrisdóttir af fundi.

2. Fram fer umræða um Landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn verður á Akureyri 16.09.2016. Samþykkt að fyrir hönd mannréttindaráðs fari Elín Oddný Sigurðardóttir, Diljá Ámundadóttir og Sveinn Hjörtur  Guðfinnsson.

Fundi slitið kl. 13.40

Sóley Tómasdóttir

Sabine Leskopf Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Magnús Sigurbjörnsson Magnús Már Guðmundsson

Diljá Ámundadóttir