Mannréttindaráð - Fundur nr. 180

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 23. ágúst var haldinn 180. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18.  Fundinn sátu Diljá Ámundadóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson og Sabine Leskopf. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á verkefninu Opin ráðgjöf við innflytjendur; tilraunarverkefni til 3ja mánaða, samstarfsverkefni skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs og mannréttindaskrifstofu. Edda Ólafsdóttir og Joanna Marcinkowska taka sæti á fundinum undir þessum lið. Lögð fram samantekt dagsett 23.08.16 yfir tímabilið 12.01 – 12.04.16.

Mannréttindaráð leggur fram eftirfarandi tillögu:
Mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna og hvetur borgarráð að hefja undirbúning að heildstæðri stefnumótun varðandi þjónustu borgarinnar við innflytjendur. Jafnframt vísar mannréttindaráð samantekt um verkefnið til kynningar til velferðar- og skóla- og frístundaráðs og leggur til að tilraunaverkefninu verði haldið áfram í núverandi mynd þar til stefnumótum í málefnum innflytjenda er afstaðin.

- kl.12.22 tekur Sveinn Hjörtur Guðfinnsson sæti á fundinum.

- kl.12.31 fer Magnús Már Guðmundsson af fundi.

- kl.13.16 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum að nýju.

2. Fram fer kynning styrkþega mannréttindaráðs - Kvenréttindafélag Íslands; Stöðvum hefndarklám.

Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Fram fer kynning á umsögnum skóla- og frístundasviðs, velferðsviðs og mannréttindaskrifstofu um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda. Mannréttindastjóri kynnir.
4. Kynning á endurskoðaðri  mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar fyrir starfsmönnum borgarinnar. Mannréttindastjóri kynnir. Samþykkt að Diljá Ámundadóttir verði fulltrúi ráðsins við undirbúning kynningar á nýrri mannréttindastefnu.

Fundi slitið kl. 13.55

Diljá Ámundadóttir

Sabine Leskopf Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Elín Oddný Sigurðardóttir Magnús Már Guðmundsson

Magnús Sigurbjörnsson