Mannréttindaráð
Ár 2025, fimmtudaginn 6. nóvember var haldinn 18. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 13.05. Fundinn sátu eftirfarandi fulltrúar: Guðný Maja Riba, Ellen J. Calmon, Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Björn Gíslason og Friðjón R. Friðjónsson. Einnig sátu fundinn eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs: Ástrún Björg Ágústdóttir, Viðar Eggertsson og Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir. Jafnframt sátu fundinn áheyrnarfulltrúar ofbeldisvarnarmála: I. Jenný Ingudóttir og Ásmundur Rúnar Gylfason með rafrænum hætti. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Tinna Helgadóttir. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsfólk: Þórhildur Guðrún Egilsdóttir og Halldóra Dýrleifar Gunnarsdóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu dags. 4. nóvember 2025, um kynningu á efnistökum rafrænnar fræðslu um eldra fólk og ofbeldi. MSS25110001
- Kl. 13.54 tekur Drífa Snædal sæti á fundinum.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð þakkar fyrir kynningu á drögum að rafrænni fræðslu um ofbeldi gegn öldruðum. Ráðið fagnar því að unnið sé að fræðsluefni sem styrkir þekkingu starfsfólks og eykur getu kerfisins til að greina og bregðast við ofbeldi. Ráðið hvetur til þess að fræðslan verði aðgengileg sem flestum starfsstéttum og að tekið verði mið af ólíkri stöðu og reynslu eldra fólks, þar með talið þeirra sem eru ekki með stuðningsnet eða eru í sérstökum áhættuhópi.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tölfræði um eldra fólk og ofbeldi. MSS22110176
Marta Kristín Hreiðarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð þakkar fyrir mikilvæga kynningu á stöðu ofbeldis gagnvart eldra fólki og þeim áskorunum sem tengjast greiningu, tilkynningum og viðbrögðum kerfisins. Ráðið tekur undir að eldra fólk er oft í viðkvæmri stöðu og að fjölgun brotamála kallar á samræmdar aðgerðir milli lögreglu, velferðar-, heilbrigðis- og félagsþjónustu. Ráðið leggur áherslu á að Reykjarvíkurborg sé leiðandi í að innleiða fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir gegn ofbeldi þegar grunur eða tilkynningar um ofbeldi berast. Mikilvægt er að tryggja að mannréttindi og öryggi eldra fólks séu tryggð óháð heilsu, félagslegri stöðu, búsetu eða öðrum breytum. Þá er lögð áhersla á að kerfin vinni saman að betra aðgengi að úrræðum, vernd og fræðslu.
- Kl. 14.58 víkur af fundinum áheyrnarfulltrúi ofbeldisvarnarmála: Ásmundur Rúnar Gylfason og aftengist fjarfundarbúnaði.
- Kl. 15.05 víkur af fundinum áheyrnarfulltrúi ofbeldisvarnarmála: I. Jenný Ingudóttir
- Kl. 15.09 víkur af fundinum áheyrnarfulltrúi ofbeldisvarnarmála: Drífa Snædal.
- Kl. 15.14 víkja af fundinum eftirtaldir fulltrúar öldungaráðs: Ástrún Björg Ágústdóttir, og Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir. Eftirfarandi starfsmaður víkur jafnframt af fundinum: Þórhildur Guðrún Egilsdóttir.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa U3A Reykjavík og Samtaka aldraðra um almenningsbekki, sbr. 4. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 2. október 2025. MSS25100004
Samþykkt og vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagsráðs.Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Mannréttindaráð styður tillöguna og leggur áherslu á að hún hljóti vandaða meðferð í umhverfis- og skipulagsráði. Mikilvægt er að mótuð sé skýr og samræmd stefna um staðsetningu og hönnun almennisbekkja í borgarlandinu, sér í lagi minningarbekkja.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um samstarf í kennslu og færni eldra fólks í tæknilæsi, sbr.5. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 2. október 2025. MSS25100015
Vísað til umsagnar velferðarsviðs.- Kl. 15.24 víkur af fundinum fulltrúi öldungaráðs: Viðar Eggertsson.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknarflokksins vegna barnaafmæla, sbr.9. lið fundargerðar mannréttindaráðs frá 16. október 2025. MSS25100112
Vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu.Fulltrúar Samfylkingar, Pírata og Sósíalistaflokks Íslands leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar samstarfsflokkana finnst mikilvægt að öll börn fái boð í afmæli óháð kyni, uppruna, fötlun eða öðrum breytum. Þá er sérstaklega mikilvægt að tryggja að foreldrar sem eru með annað móðurmál en íslensku séu upplýstir um hvar og hvenær afmæli fara fram og hvaða hefðir eða viðmið séu viðhöfð í bekknum eða skólanum varðandi afmæli. Er tillögu Framsóknarflokksins því vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Fulltrúi Framsóknarflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir jákvæðar umræður á fundinum um tillöguna og styður að tillagan fái umsögn mannréttindaskrifstofu.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um opinn fund mannréttindaráðs þann 10. desember 2025 á alþjóðlegum degi mannréttinda. MSS22110179
Samþykkt að fela formanni að gera drög að dagskrá í samráði við mannréttindaskrifstofu.Fylgigögn
Fundi slitið kl.16.05
Guðný Maja Riba Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir
Ellen Jacqueline Calmon Tinna Helgadóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir Friðjón R. Friðjónsson
Björn Gíslason
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð mannréttindaráðs frá 6. nóvember 2025