Mannréttindaráð - Fundur nr. 179

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 9. ágúst var haldinn 179. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.11.08.  Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Hildur Sverrisdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Magnús Már Guðmundsson, Sabine Leskopf, og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir.

Fundarritari var Jóna Vigdís Kristinsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Erindi frá Lögmönnum Árbæ dags. 29.06. 2016 kynnt. R16070001

2. Lögð fram tillaga stýrihóps um stefnu í frístundaþjónustu í Reykjavík. Óskað er eftir umsögn mannréttindaráðs fyrir 16.08.2016. Mannréttindaráð tekur undir umsögn mannréttindaskrifstofu. R14120116
3. Fram fer umræða um Landsfund jafnréttisnefnda sem haldinn verður 16. september á Akureyri og málþing Jafnréttisstofu 15. september.

4. Fram fer kynning á verkefnum ferlinefndar fatlaðs fólks. Magnús Már Guðmundsson kynnir.
- Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Fram fer umræða um vinnuhóp vegna undirbúnings fjölmenningarþings Reykjavíkurborgar sem haldið verður 19.11.2016. Mannréttindaskrifstofu falið að skipa hópinn.

Fundi slitið kl. 12.14
Sóley Tómasdóttir

Sabine Leskopf Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Diljá Ámundadóttir Magnús Már Guðmundsson

Hildur Sverrisdóttir Magnús Sigurbjörnsson