Mannréttindaráð
Ár 2016, þriðjudaginn 28. júní var haldinn 178. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.20. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Kristján Freyr Halldórsson, Sabine Leskopf, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og Katla Hólm. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á vegum Rannsóknar og greiningu sem framkvæmt hafa ungmennarannsóknir frá árinu 1992-2016. Margrét Lilja Guðmundsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- kl. 12:38 tekur Magnús Már Guðmundsson sæti á fundinum.
2. Fram fara stuttar kynningar öldungaráð og fjölmenningarráðs.
- Öldungarráð Reykjavíkurborgar. Guðrún Ágústsdóttir formaður öldungarráðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar. Marina de Quintanilha e Mendonça fulltrúi fjölmenningarráðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
3. Lögð fram umsögn mannréttindaskrifstofu dags. 23.06.2016 um tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna og hún samþykkt.
R15110102
4. Lögð fram að nýju tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá því febrúar sl. varðandi félagsrými fyrir flóttamenn ásamt umsögn mannréttindaskrifstofu.
R16010074
Mannréttindaráð samþykkir að vísa tillögunni ásamt umsögn ráðsins til meðferðar hjá velferðarsviði sem fer með þjónustu við hælisleitendur og kvótaflóttafólk.
5. Lagt fram yfirlit yfir fundartíma mannréttindaráðs haustið 2016 og það samþykkt.
6. Fram fer umræða um málefni hinsegin ungmenna.
Mannréttindaráð samþykkir að óska eftir samstarfi við skóla- og frístundasvið um bætta þjónustu og umgjörð við félagsstarf fyrir hinsegin ungmenni í samstarfi við Samtökin 78. Frekari útfærsla verði kynnt fyrir ráðinu í ágúst.
Fundi slitið kl. 14:15
Sóley Tómasdóttir
Sabine Leskopf Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
Kristján Freyr Halldórsson Magnús Már Guðmundsson