Mannréttindaráð - Fundur nr. 177

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 7. júní, var haldinn 177. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.19. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Sabine Leskopf, Magnús Már Guðmundsson, Lára Óskarsdóttir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um samráð um ofbeldisvarnir. 

Heiða Björg Hilmisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.29 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum.

- Kl.12.39 fer Lára Óskarsdóttir af fundi.

- Kl.12.40 tekur Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.

2. Fram fer kynning á starfsemi Jafnréttisskólans. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastjóri Jafnréttiskólans tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram að nýju tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá því febrúar sl. varðandi félagsrými fyrir flóttamenn ásamt umsögn mannréttindaskrifstofu. R16010074 

Frestað.

4. Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri fór yfir framkvæmd fjölmenningardags Reykjavíkurborgar sem haldinn var 28.05.2016. 

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð fagnar vel heppnuðum fjölmenningardegi og þakkar fyrir óeigingjarnt framlag félagasamtaka og einstaklinga sem gerðu daginn að því sem hann varð, þar sem fólki gafst kostur á að fræðast um og fagna fjölbreytileikanum. Hátíðarhöldin í Hörpu tókust einkar vel, skipulag og upplegg allt til fyrirmyndar og á starfsfólk mannréttindaskrifstofu þakkir skildar fyrir utanumhald og undirbúning.

5. Lagt fram bréf frá skóla- og frístundasviði dagsett 30.05.2016 um tillögu Reykjavíkurráðs ungmenna um stuðningsnet. Óskað er eftir umsögn mannréttindaráðs um tillöguna. Tillögunni fylgir minnisblað frá Helga Grímssyni, sviðsstjóra dagsett 23.05.2016 og tillaga frá Reykjavíkurráði ungmenna. Mannréttindaskrifstofu falið að vinna umsögnina.

Fundi slitið kl. 13.50

Sóley Tómasdóttir

Hildur Sverrisdóttir Sabine Leskopf

Magnús Sigurbjörnsson Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Diljá Ámundadóttir Magnús Már Guðmundsson