Mannréttindaráð - Fundur nr. 176

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 24. maí var haldinn 176. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.21. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Már Guðmundsson, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, Hildur Sverrisdóttir, Eva Baldursdóttir og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Halldóra Gunnarsdóttir sérfræðingur á mannréttindskrifstofu kynnir verkefnið kvenmorð (Femicide) sem styrkt er af Evrópusambandinu.

2. Lögð fram skýrsla starfshóps um leiðir til að ná til innflytjenda varðandi heimilisofbeldi. Gerður Gestsdóttir kynnir. 

Mannréttindaráð þakkar fyrir greinargóða samantekt og felur mannréttindaskrifstofu að vinna tillögur fyrir ráðið til samþykktar í framhaldinu. 

Mannréttindaráð áréttar lögbundna upplýsingagjöf stjórnvalda og mikilvægi þess að einstaklingar sem þurfa á opinberri þjónustu að halda fái túlkaþjónustu. Ráðið óskar eftir upplýsingum frá Sýslumanninum í Reykjavík um hvernig þessum málum sé fyrirkomið þar. 

- Kl. 12.59 tekur Lára Óskarsdóttir sæti á fundinum.

3. Lögð fram skýrsla með hlutfalli kvenna og karla í ráðum, nefndum og stjórnum Reykjavíkurborgar. 

4. Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri á mannréttindaskrifstofu kynnir dagskrá  fjölmenningardags Reykjavíkurborgar sem haldinn verður 28.maí n.k.

5. Lögð fram svör frá  Stætó bs, Malbikunarstöðinni Höfða og Orkuveitu Reykjavíkur við spurningu mannréttindaráðs varðandi kynbundin launamun.

6. Tilnefndur að nýju fulltrúi mannréttindaráðs í stýrihóp sem marka skal heildstæða stefnu um aðgengismál í Reykjavík. Í hópnum  mun Diljá Ámundadóttir og Sveinn Hjörtur Guðfinnsson.  R16030019

7. Lögð fram að nýju tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík frá því í mars sl. varðandi Kynlausa klefa og klósett. Lagðar fram umsagnir Samtakanna 78, ferlinefndar fatlaðs fólks og mannréttindaskrifstofu. R16010074

Í mannréttindastefnu borgarinnar er skýrt kveðið á um að tryggja jafnrétti karla, kvenna og transgender fólks. Hluti af því er að tryggja öllum kynjum viðeigandi búningsklefa og salernisaðstöðu í opinberu húsnæði. Mannréttindaráð borgarinnar beinir þeim tilmælum tÍTRl skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar, íþrótta- og tómstundaráðs, og skóla- og frístundaráðs að hafa þetta í huga við hönnun, endurgerð og viðhald á því húsnæði sem ætlað er að þjóna íbúum borgarinnar. Jafnframt er því beint til sömu skrifstofa að gera úttekt á núverandi aðstöðu og skoða hvort og þá hvar er hægt að breyta fyrirkomulagi með einföldum hætti nú þegar án þess að afsláttur verði gefinn af næði eða öryggistilfinningu fólks af öllum kynjum.

Fundi slitið kl. 14.00

Sóley Tómasdóttir

Hildur Sverrisdóttir Eva Baldursdóttir

Lára Óskarsdóttir Sveinn Hjörtur Guðfinnsson

Diljá Ámundadóttir Magnús Már Guðmundsson