Mannréttindaráð - Fundur nr. 175

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 10. maí var haldinn 175. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Magnús Már Guðmundsson, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, Hildur Sverrisdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Sabine Leskopf, og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Kosning í mannréttindaráð. Sveinn Hjörtur Guðfinnsson tekur sæti í mannréttindaráði í stað Stefáns Þórs Björnssonar. R14060108

2. Teknar voru til afgreiðslu styrkumsóknir mannréttindaráðs og þær afgreiddar.

Samþykkt var að veita 20 styrki upphæð kr.7.150.000,- 

Fulltrúi Pírata leggur fram eftirfarandi bókun:

Fulltrúi Pírata lýsir ánægju með fjölbreyttar umsóknir um styrki mannréttindaráðs vorið 2016 og þar á meðal tækifærið til að styðja rannsókn á heimilisofbeldi karla gegn konum á Íslandi. Í því sambandi vill fulltrúi Pírata hvetja rannsakendur í málaflokknum til að skoða viðfangsefnið frá sem flestum hliðum, bæði kynjuðum og ókynjuðum, með það að markmiði að rannsóknir á heimilisofbeldi og þekkingin sem af þeim sprettur gefi heildstæða mynd af vandamálinu, þar sem horft er til allra hópa og enginn skilinn útundan í umfjöllun.

- kl.12.46 tekur Elsa Hrafnhildur Yeoman sæti á fundinum.

3. Lagðar voru fram tilnefningar sem bárust vegna mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar ásamt áliti vinnuhóps. Í vinnuhópnum sátu Guðrún Ögmundsdóttir, Rafn Steingrímsson og Katrín Oddsdóttir Ákveðið var að Þórunn Ólafsdóttir hljóti  mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2016. R16030015

Sóley Tómasdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 13:46

Sóley Tómasdóttir

Hildur Sverrisdóttir Sabine Leskopf

Magnús Sigurbjörnsson Sveinn Hjörtur Guðfinsson

Elsa Hrafnhildur Yeoman Magnús Már Guðmundsson