Mannréttindaráð - Fundur nr. 174

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 26. apríl var haldinn 174. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15.  Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Már Guðmundsson, Stefán Þór Björnsson, Börkur Gunnarsson, Magnús Sigurbjörnsson, Sabine Leskopf, og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt er fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19.4.2016, varðandi kosningu á varamanni í mannréttindaráð sem fram fór á fundi borgarstjórnar þann 19.4.2016.

2. Fram fer kynning á tilraunaverkefni um opna ráðgjöf fyrir innflytjendur á kaffihúsi í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Aleksandra Maria Cieslinska og Edda Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Mannréttindaráð leggur fram svohljóðandi tillögu:

Mannréttindaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir að hefja undirbúning að stefnumótun varðandi þjónustu borgarinnar við innflytjendur. Tillaga um stofnun starfshóps, afmörkun verkefnisins og erindisbréf verði lagt fyrir á næsta fundi ráðsins.

3. Fram fer umræða um tillögu um tölfræðigagnagrunn.

Frestað.

4. Lagt er fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 15.4.2016, varðandi beiðni Útlendingastofnunar um fjölgun búsetuúrræða hjá Reykjavíkurborg vegna þjónustu við hælisleitendur, sem lögð var fram á fundi borgarráðs þann 14.4.2016.

5. Lagt er fram svar frá mannréttindaskrifstofu, dags. 30.3.2016, við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina varðandi hlutfall styrkþega styrkja mannréttindaráðs sem skilað hafa inn greinargerðum.

Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi bókun:

Mannréttindaráð veitir styrki til að styðja við starfsemi frjálsra félagasamtaka og framtak einstaklinga á sviði mannréttinda. Styrkirnir gegna mikilvægu hlutverki varðandi varðveislu grundvallarmannréttinda borgarbúa. Umræddir styrkir eru veittir á grundvelli reglna mannréttindaráðs um styrkveitingar. Í 7. gr. reglnanna kemur fram að skila greinargerð innan árs frá því að styrkur var veittur þar sem greint er frá því hvernig styrkfé hefur verið varið. Það er grundvallarskylda borgarinnar að sinna fjárhagseftirliti í störfum sínum svo að tryggt sé að takmarkaðir fjármunir nýtist sem best til góðra starfa. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina spurði á fundi hinn 23. febrúar sl. hve hátt hlutfall styrkþega hefði skilað inn tilskyldri greinargerð. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna mannréttindaskrifstofu er það aðeins 70% styrkþega sem skilaði inn greinargerð í samræmi við 7. gr. styrkveitingareglnanna árið 2013 en árið 2014 hækkaði hlutfallið snögglega upp í 100%. Skilahlutfallið var síðan 76% vegna styrkja sem voru veittir í janúar 2015. Það er gríðarlega mikilvægt að meirihlutinn í mannréttindaráði sinni eftirlitshlutverki sínu með styrkveitingum að kostgæfni. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina hvetur meirihlutann eindregið til þess að gera gangskör að því að ákvæðum styrkreglnanna verði fylgt eftir af festu. 

6. Lagt er fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík, dags. 15.04.2016, varðandi samþykkt borgarráðs á styrkjareglum mannréttindaráðs.

7. Styrkir mannréttindaráðs 2016.

Samþykkt að skipa Börk Gunnarsson, Diljá Ámundadóttur og Magnús Má Guðmundsson í starfshóp til að fara yfir styrkumsóknir og kynna tillögur að styrkúthlutun á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið kl. 13:53

Sóley Tómasdóttir

Diljá Ámundadóttir    Magnús Már Guðmundsson

Stefán Þór Björnsson    Magnús Sigurbjörnsson

Sabine Leskopf    Börkur Gunnarsson