Mannréttindaráð
Ár 2016, þriðjudaginn 12. apríl var haldinn 173. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Borgum, Grafarvogi og hófst kl.13.04. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Már Guðmundsson, Jóna Björg Sætran, Magnús Sigurbjörnsson, Sabine Leskopf, og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á störfum samráðshóps Innanríkisráðuneytis um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. María Rut Kristinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl.13.15 tekur Hildur Sverrisdóttir sæti á fundinum
2. Fram fer umræða um kynbundinn launamun í fyrirtækjum í eigu Reykjavíkurborgar. Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar samþykkir að óska eftir upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahöfnum, Félagsbústöðum, Slökkviliðsstöð Höfuðborgarsvæðis, Malbikunarstöðinni Höfða, Strætó bs. og Sorpu um kynbundinn launamun í fyrirtækjunum, þróun hans undanfarin ár og um þær aðgerðir sem gripið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun innan fyrirtækjanna.
3. Lagt fram erindisbréf stýrihóps sem fylgir eftir aðgerðum borgarinnar gegn kynbundnum launamun. R15090073
Samþykkt.
4. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar- og flugvallarvina í mannréttindaráði varðandi hlutfall styrkþega sem hafa skilað inn greinargerðum. R16030100
Frestað.
- Kl.14.10 fer Diljá Ámundadóttir af fundi.
5. Lagt fram bréf dags. 29.03.2016 frá Unu Hildardóttur talskonu Femínistafélag Íslands varðandi ósk um endurgreiðslu styrkfjár að upphæð kr. 450.000,-
Samþykkt.
- Kl.14.30 fer Hildur Sverrisdóttir af fundi.
6. Fram fór umræða um lýðræðisvinnu og jafnréttisverkefni í frístundastarfi og félagsmiðstöðvum. Þóra Melsted deildarstjóri barnastarfs frístundamiðstöðvarinnar í Gufunesbæ og Ingi Þór Finnson deildarstjóri unglingastarfs tóku sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 15.10
Sóley Tómasdóttir
Jóna B. Sætran Sabine Leskopf
Magnús Sigurbjörnsson Magnús Már Guðmundsson