Mannréttindaráð - Fundur nr. 172

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 22. mars, var haldinn 172. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.19. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Már Guðmundsson, Stefán Þór Björnsson, Sabine Leskopf, og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sat fundinn Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um verkferla vegna ofbeldis í grunnskólum.  

Guðlaug Sturlaugsdóttir, Hrund Logadóttir og Kolbrún Hrund Sigurjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Einnig tekur Heiða B. Hilmisdóttir sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl.12.22 taka Hildur Sverrisdóttir og Magnús Sigurbjörnsson sæti á fundinum.

2. Fram fer kynning á verkefni Þroskahjálpar, Viltu hafa áhrif, sem styrkt var af mannréttindaráði í janúar 2015. R14090221

Friðrik Sigurðsson, Björgvin Björgvinsson og Helga Gísladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Lögð fram drög að opnum fundi mannréttindaráðs og stjórnkerfis- og lýðræðisráðs sem halda á í apríl. R16030121

4. Lagt fram bréf ásamt greinargerð dags. 03.03.2016 frá borgarstjóranum í Reykjavík varðandi stofnun stýrihóps sem marka skal heildstæða stefnu um aðgengismál í Reykjavík. Magnús Már Guðmundsson mun taka sæti í stýrhópnum sem fulltrúi mannréttindaráðs. R16030019

5. Lagt fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík dags. 04.03.2016 varðandi kosningu í mannréttindaráð. Snædís Karlsdóttir tekur sæti Grétu Bjargar Egilsdóttir sem varamaður í mannréttindaráði. R14060108

6. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 31. janúar. Félagsrými fyrir flóttamenn. R16010074

Tillögunni vísað til umsagnar mannréttindaskrifstofu.

7. Lögð fram tillaga frá samráðsvefnum Betri Reykjavík dags. 04.03.2016. Kynlausir klefar og klósett. R16010074

Tillögunni vísað til umsagnar Samtakanna 78, ferlinefndar fatlaðs fólks og mannréttindaskrifstofu.

Fundi slitið kl. 13:38

Sóley Tómasdóttir

Diljá Ámundadóttir Hildur Sverrisdóttir 

Sabine Leskopf Stefán Þór Björnsson

Magnús Sigurbjörnsson Magnús Már Guðmundsson