Mannréttindaráð - Fundur nr. 171

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 8. mars, var haldinn 171. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15.  Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Már Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Ingvar Jónsson fyrir Stefán Þór Björnsson, Hildur Sverrisdóttir, Sabine Leskopf, og Kjartan Jónsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Endurskoðaðar styrkjareglur mannréttindaráðs lagðar fram til samþykktar. 

Samþykkt með 6 atkvæðum. Fulltrúi  Framsóknar- og flugvallarvina sat hjá við afgreiðslu málsins. 

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði, Hildur Sverrisdóttir og Magnús Sigurbjörnsson, ítreka að skoðað verði sem fyrst hvort eðlilegt sé að veita styrki af almannafé borgarinnar. R16030016

2. Fram fer umræða um mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2016. Lagðar voru fram úthlutunarreglur vegna mannréttindaverðlauna og þær samþykktar. Mannréttindaskrifstofu var falið að skipa í dómnefnd vegna verðlaunanna.R16030015

- Kl.12.47 víkur Ingvar Jónsson af fundi og Stefán Þór Björnsson tekur sæti.

3. Fram fer umræða um opna fundi mannréttindaráðs framundan. Ákveðið var að halda sameiginlegan fund með stjórnkerfis og lýðræðisráði í apríl þar sem fjallað verður um hatursorðræðu. Nánari útfærsla fundarins verður lögð fram á næsta fundi ráðsins þann 22.03.2016.

4. Lögð er fram svohljóðandi tillaga mannréttindaráðs um stofnun stýrihóps: 

Mannréttindaráð samþykkir að setja á stofn stýrihóp sem fylgi eftir aðgerðum borgarinnar gegn kynbundnum launamun. Hópurinn kalli eftir upplýsingum frá viðeigandi aðilum innan borgarkerfisins með reglubundnum hætti og fylgist með því að þær áætlanir og samþykktir sem þegar hafa verið gerðar komist til framkvæmda. Í stýrihópnum munu sitja Magnús Már Guðmundson, Sóley Tómasdóttir og Börkur Gunnarsson. Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. R15090073

5. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks varðandi hatursorðræðu. R16020115

Fulltrúar Sjálfsæðisflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði, Hildur Sverrisdóttir og Magnús Sigurbjörnsson, telja af þeim litlu upplýsingum sem hafa verið veittar um það sem borgin styðst við þegar hún gerir athugasemdir við hatursorðræðu starfsmanna sýna að hún hefur engan lagalegan grundvöll til að gera þær athugasemdir. Það liggur fyrir að starfsmenn hafi fengið einhvers konar tiltal eftir að hafa tjáð skoðanir sínar á opinberum vettvangi án tengsla við starf sitt hjá borginni. Það er ótækt að borgin sé að hefta tjáningu starfsfólk síns á svona hæpnum forsendum og á að láta af því hið snarasta. Þetta varpar ljósi á brot gegn tjáningarfrelsi starfsmanna og ætti mannréttindaráð að gefa þeim mannréttindabrotum meiri gaum en raun ber vitni enda á ekki að vera í boði að mannréttindaráð borgarinnar handvelji réttindin sem það kýs að verja í borginni. 

Fulltrúar Samfylkingar, Bjartar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í mannréttindaráði leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

Mannréttindaráð samþykkti fyrr á fundinum að halda opinn fund um hatursorðræðu í apríl. Sjálfsagt er að þær athugasemdir sem koma fram í bókun Sjálfstæðisflokks verði þar til umræðu auk annarra álitaefna.

6. Lagt fram svar við fyrirspurn Framsóknar - og flugvallarvina varðandi íslenskuskólann.  R16020245

Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina lagði fram svohljóðandi bókun:

Fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallavina hvetur meirihlutann í mannréttindaráði til þess að beita sér fyrir því að gerð verði gangskör í því að kynna starf íslenskuskólans fyrir þeim starfsmönnum borgarinnar sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Það mætti til dæmis gera með því að beina því til yfirmanna í stofnunum borgarinnar að kynna þennan möguleika fyrir undirmönnum sínum.

7. Bæklingurinn kynlegar tölur 2016 lagður fram til kynningar. Halldóra Gunnarsdóttir og Arnþrúður Ingólfsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið. R16030017

 Fulltrúar Sjálfsæðisflokks lögðu fram eftirfarandi bókun:

Bæklingurinn Kynlegar tölur er ágætur til síns brúks en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði, Hildur Sverrisdóttir og Magnús Sigurbjörnsson, telja að mannréttindaskrifstofa ætti frekar að einbeita sér að tjáningarfrelsi starfsmanna borgarinnar. 

Fundi slitið kl. 14:00

Sóley Tómasdóttir

Diljá Ámundadóttir Hildur Sverrisdóttir 

Sabine Leskopf Stefán Þór Björnsson

Magnús Sigurbjörnsson Magnús Már Guðmundsson