Mannréttindaráð - Fundur nr. 170

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 23. febrúar, var haldinn 170. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15.  Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Már Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Stefán Þór Björnsson, Hildur Sverrisdóttir, Sabine Leskopf, og Kjartan Jónsson. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fór kynning á starfsemi íslenskuskólans. Kristín Elfa Ketilsdóttir sérfræðingur á mannauðsskrifstofu tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

Fulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina fagnar góðu framtaki borgarinnar varðandi íslenskukennslu fyrir þá starfsmenn borgarinnar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Hér með er óskað eftir upplýsingum hvers málhóps sem starfar fyrir borgina sem hefur nýtt sér þessa þjónustu.

2. Skipan í vinnuhóp vegna mannréttindaverðlauna Reykjavíkurborgar 2016. Frestað.

3. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Framsóknar - og flugvallarvina varðandi túlkaþjónustu. R16020084

4. Lagt fram bréf frá borgarstjóranum  í Reykjavík dags. 4. febrúar sl. Tíma- og verkáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2017-2021. R16010183

5. Lagt fram bréf og minnisblað frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 15. febrúar sl. varðandi notkun fjarfundarbúnaðar á fundum ráða og nefnda. R16010250

6. Lagt fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík dags. 20.01.2016. Yfirlit yfir mætingar í borgarstjórn, borgarráði, fagráðum og hverfisráðum. Einnig lagt fram yfirlit mannréttindaskrifstofu yfir mætingar frá 16.06.-2014-12.01.2016. R16010193

7. Lögð fram greinargerð og kostnaðaráætlun styrkþega 2015. R14100304

8. Málefni flóttafólks á Íslandi. Edda Ólafsdóttir og Sólveig B. Sveinbjörnsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

9. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráði óskar eftir upplýsingum um hlutfall styrkþega sem hafa skilað greinargerð í samræmi við 7.gr. styrkreglna mannréttindaráðs vegna styrkja frá ráðinu á tímabilinu 2013-2015. Auk þess er óskað eftir upplýsingum um hlutfall styrkþega, sem hafa fengið meira en 1 m.kr. í styrk, sem hafa skilað ársreikningi í samræmi við 7.gr. styrkreglna mannréttindaráðs vegna styrkja frá ráðinu á tímabilinu 2013-2015.

Fundi slitið kl. 14:09

Sóley Tómasdóttir

Diljá Ámundadóttir Hildur Sverrisdóttir 

Sabine Leskopf Stefán Þór Björnsson

Magnús Sigurbjörnsson Magnús Már Guðmundsson