Mannréttindaráð
Ár 2008, 10. desember 2008 kl. 8.30 er haldin 17. fundur mannréttindaráðs Reykjavíkur. Fundurinn var opin og haldin í Iðnó.
Þá voru mætt: Marta Guðjónsdóttir formaður, Björn Gíslason, Zakaria Elias Anbari, Jóhann Björnsson, Salvör Gissurardóttir, Felix Bergsson, Falasteen Abu Libdeh og Ásta Þorleifsdóttir áheyrnarfulltrúi. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Setning fundar, Marta Guðjónsdóttir formaður mannréttindaráðs.
2. Hlutverk mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, Anna Kristinsdóttir, mannréttindastjóri kynnti.
3. Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands flutti erindið mannréttindahugtakið.
4. Salvör Nordal, forstöðumaður siðfræðistofnunnar Háskóla Íslands flutti erindið tjáningarfrelsi og mannréttindahugtakið.
5. Fyrirspurnir úr sal og almennar umræður.
Fundi slitið kl. 10.00
Marta Guðjónsdóttir
Salvör Gissurardóttir Jóhann Björnsson
Zakaria Elias Anbari Falasteen Abu Libdeh
Björn Gíslason Felix Bergsson