Mannréttindaráð - Fundur nr. 17

Mannréttindaráð

Mannréttindanefnd

Ár 2007, miðvikudaginn 2. maí, hélt mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar 17. fund sinn. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru: Marsibil. J. Sæmundardóttir, Sif Sigfúsdóttir, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Sóley Tómasdóttir. Jafnframt sat fundinn Þórhildur Líndal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Nýsköpunarverkefnið Okkar raddir – heimildamynd um börn innflytjenda.

2. Landsfundur jafnréttisnefnda í Fjarðabyggð, 4. og 5. júní nk.

3. Skýrsla um vinnumenningu, fjölskylduábyrgð og kynjatengsl innan vinnustaða Reykjavíkurborgar unnin fyrir jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar, 2007.

Annar af tveimur höfundum skýrslunnar Gyða Margrét Pétursdóttir mætti á fundinn ásamt Kristínu Ástgeirsdóttur frá RIKK.

Fundi slitið kl. 13.10

Marsibil J. Sæmundardóttir

Sif Sigfúsdóttir Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Sóley Tómasdóttir