No translated content text
Mannréttindaráð
Ár 2016, þriðjudaginn 26. janúar, var haldinn 168. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn á Stígamótum Laugavegi 170 og hófst kl.12.24. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Diljá Ámundadóttir, Magnús Már Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Hildur Sverrisdóttir, Sabine Leskopf, og Þórlaug Ágústsdóttir. Einnig sátu fundinn Anna Kristinsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Halldóra Gunnarsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram greinargerð frá Stígamótum um ráðstöfun styrkfjár.
2. Fram fer kynning á starfsemi Stígamóta.
Helga Baldvins- og Bjargardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.35 tekur Stefán Þór Björnsson sæti á fundinum.
3. Fram fer umræða um vinnu Reykjavíkurborgar gegn ofbeldi, m.a. út frá verkefnunum Saman gegn ofbeldi, Safe Cities og ofbeldisvarnarnefnd. Halldóra Gunnarsdóttir tók saman og kynnti.
4. Fram fer umræða um fjölmenningardag Reykjavíkurborgar 2016. Samþykkt er að halda hann laugardaginn 28. maí.
5. Fram fer umræða um mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar 2016. Samþykkt er að afhending verðlaunanna fari fram í Höfða 17. maí.
6. Lögð fram dagskrá starfsdags mannréttindaráðs sem haldinn verður 9. febrúar í Hannesarholti.
7. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráði:
Fulltrúi Framsóknarflokks og flugvallarvina í mannréttindaráði óskar eftir upplýsingum um hversu margar beiðnir Ráðgjöf fyrir innflytjendur hefur fengið um túlkaþjónustu á árinu 2015 og hversu mörgum beiðnum var ekki svarað á því ári. Auk þess er óskað eftir niðurbroti á þeim túlkabeiðnum sem ekki var svarað á árinu 2015 eftir tungumáli.
8. Lögð fram eftirfarandi fyrirspurn frá fulltrúum Sjálfstæðisflokks:
Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir að Reykjavíkurborg líði ekki hatursorðræðu af hálfu starfsfólks enda sé hatursorðræða brot á almennum hegningarlögum. Vegna fréttar um að starfsmenn borgarinnar hafi fengið tiltal vegna ummæla þeirra, þar sem þau voru metin sem hatursfull, vilja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í mannréttindaráði leggja fram eftirfarandi fyrirspurn. Hvað var lagt til grundvallar við matið þegar metið var að ummælin væru hatursorðræða, og er það mat í samræmi við viðmið landsréttar þar um? Hver mat að ummælin væru hatursorðræða og hverjar eru valdheimildir þess sem metur fyrir hönd borgarinnar hvort að tjáning starfsmanna teljist hatursorðræða? Voru ummælin viðhöfð á vinnutíma og/eða á vettvangi borgarinnar? Á hvaða forsendum var það metið sem svo að ummælin væru opinber? Eru á vettvangi borgarinnar skýr fyrirmæli um hvað teljist hatursorðræða? Fá starfsmenn borgarinnar fyrirfram fræðslu um hvað sé metið sem hatursorðræða? Hverjar eru afleiðingar fyrir stöðu eða starf starfsmanna borgarinnar eftir að þeir hafa verið uppvísir að hatursorðræðu? Kemur borgin upplýsingum um hatursorðræðu starfsmanna til lögreglu? Óskað er svara eins fljótt og verða má. Skýr og opinská umræða um þetta mál er mikilvæg svo viðmið og verklag sé skýrt og í samræmi við lög svo að borgin gerist ekki brotleg vegna ólögmætrar skerðingar á tjáningarfrelsi borgarstarfsmanna.
Fundi slitið kl. 13.58
Sóley Tómasdóttir
Diljá Ámundadóttir Hildur Sverrisdóttir
Sabine Leskopf Stefán Þór Björnsson
Magnús Sigurbjörnsson Magnús Már Guðmundsson