Mannréttindaráð - Fundur nr. 167

Mannréttindaráð

Ár 2016, þriðjudaginn 12. janúar, var haldinn 167. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.18. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Stefán Þór Björnsson, Magnús Már Guðmundsson, Magnús Sigurbjörnsson, Marta Guðjónsdóttir, Sabine Leskopf, Þórlaug Ágústsdóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Kynning á Specialisterne á Íslandi. 

Hjörtur Grétarsson og Bjarni Torfi Álfþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

- kl. 12.28 tekur Diljá Ámundadóttir sæti á fundinum.

2. Fram fer umræða um notendaráð fatlaðs fólks Reykjavíkurborgar og Seltjarnarness.

3. Fram fer umræða um endurskoðun styrkjareglna mannréttindaráðs. Skipað var í vinnuhóp og í honum munu sitja Diljá Ámundadóttir og Magnús Sigurbjörnsson.

4. Fram fer umræða um ráðgjöf til innflytjenda. Mannréttindastjóri sagði frá nýju verkefni: „Stefnumót á þriðjudögum í Ráðhúsinu“ sem er að fara af stað í janúar. Um tilraunarverkefni til 3 mánaða er að ræða. Verkefnið verður kynnt fyrir ráðinu í apríl.

5. Ákveðið er að starfsdagur mannréttindaráðs verði 9. febrúar 2016 frá 12.00 -16.00.

6. Lagt fram yfirlit funda mannréttindaráðs fyrir vorið 2016.

7. Lögð fram lokaskýrsla frá Rótinni vegna styrks; Konur, fíkn, áföll og meðferð. 

8. Fram fer umræða um útfærslu hagræðingarkröfu í miðlægri stjórnsýslu. 

Fundi slitið kl. 13.46

Sóley Tómasdóttir

Diljá Ámundadóttir Marta Guðjónsdóttir

Sabine Leskopf Stefán Þór Björnsson

Magnús Sigurbjörnsson Magnús Már Guðmundsson