Mannréttindaráð
Ár 2015, þriðjudaginn 8. desember, var haldinn 165. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Sóley Tómasdóttir, Stefán Þór Björnsson Magnús Már Guðmundsson, Hildur Sverrisdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Sabine Leskopf, Þórlaug Ágústsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Kosning fulltrúa í mannréttindaráð. Lag fram bréf frá borgarstjóranum í Reykjavík dags. 01.12.2015. Sóley Tómasdóttir tekur sæti Lífar Magneudóttur og Stefán Þór Björnsson tekur sæti Jónu B. Sætran.
2. Lagt fram bréf dags. 26.11.2015 frá Þórhildi Líndal varðandi ósk um endurgreiðslu styrks mannréttindaráðs að upphæð kr. 500.000,-
Samþykkt.
3. Lagt fram til kynningar 5. tbl. Mannorðs, rafræns fréttablaðs mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
4. Afgreiðsla styrkja mannréttindaráðs 2016 samkvæmt fyrirliggjandi tillögu faghóps. Eftirfarandi styrkumsóknir samþykktar:
Auður Magndís Auðardóttir. Hinsegin handbók. Kr. 250.000
HIV-Ísland. Eins og ég og þú. Kr. 200.000
Trans Ísland. Landsþing transfólks. Kr. 250.000
Mímir- símenntun ehf. Til heilsu og starfa. Kr. 500.000
Samfok. Málþing; Allir með, ábyrgð, áhugi og áhrif grunnskólaforeldra. Kr. 400.000
Sema Erla Serdaroglu . Fjölmenning á Íslandi í máli og myndum. Kr. 250.000
Móðurmál. Starfsemi móðurmálshópa. Kr. 350.000
Átak, félag fólks með þroskahömlun. Átaks - setur. Kr. 500.000
Jón Steindór Valdimarsson. Agile Traveler. Kr. 800.000
Kvennaráðgjöfin. Kvennaráðgjöfin. Kr. 500.000
Herdís Þorvaldsdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 13.41
Sóley Tómasdóttir
Hildur Sverrisdóttir Magnús Sigurbjörnsson
Sabine Leskopf Stefán Þór Björnsson
Diljá Ámundadóttir Magnús Már Guðmundsson