Mannréttindaráð - Fundur nr. 164

Mannréttindaráð

Ár 2015, þriðjudaginn 24. nóvember, var haldinn 164. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.16. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Magnús Már Guðmundsson, Hildur Sverrisdóttir, Magnús Sigurbjörnsson, Sabine Leskopf, Þórlaug Ágústsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að endurskoðaðri mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Líf Magneudóttur kynnir. Samþykkt að vísa mannréttindastefnunni til borgarráðs. R12010096

2. Lagt fram áfangamat RIKK á verkefninu Saman gegn ofbeldi, átaki lögreglunnar og Reykjavíkurborgar gegn heimilisofbeldi. Halldóra Gunnarsdóttir kynnir. R14100262

3. Fram fer kynning á bæklingnum „Hvað gerðist“. Bæklingurinn er gefinn út í tengslum við átak Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Saman gegn ofbeldi. R14100262

Tómas Ingi Adolfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Skýrsla með niðurstöðum fjölmenningarþings 2014 lögð fram til kynningar. R15110203

Fundi slitið kl. 13.33

Líf Magneudóttir

Hildur Sverrisdóttir Magnús Sigurbjörnsson

Sabine Leskopf Jóna Björg Sætran

Diljá Ámundadóttir Magnús Már Guðmundsson