Mannréttindaráð - Fundur nr. 163

Mannréttindaráð

Ár 2015, þriðjudaginn 10. nóvember, var haldinn 163. fundur mannréttindaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.12.15. Fundinn sátu Líf Magneudóttir, Jóna Björg Sætran, Magnús Már Guðmundsson, Herdís Þorvaldsdóttir, Sabine Leskopf, Þórlaug Ágústsdóttir, Diljá Ámundadóttir, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Kosning fulltrúa í mannréttindaráð. 

Lagt fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 3. nóvember þar sem tilkynnt er að Diljá Ámundadóttir taki sæti Ragnars Hanssonar í mannréttindaráði og að Kristján Freyr Halldórsson taki sæti Diljáar sem varamaður í ráðinu. R14060108

2. Kosning varaformanns mannréttindaráðs. Formaður leggur fram þá tillögu að Diljá Ámundadóttir taki sæti varaformanns. Samþykkt samhljóða.

3. Kynning á SÁÁ, Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann.

Valgerður Rúnarsdóttir, Ása Margrét Sigurjónsdóttir og Ásgerður Th. Björnsdóttir taka sæta á fundinum undir þessum lið.

Bókun mannréttindaráðs:

Mannréttindaráð þakkar Valgerði Rúnarsdóttur, Ásu Margréti Sigurjónsdóttur og Ásgerði Th. Björnsdóttur fyrir kynningu sína á starfsemi og úrræðum SÁÁ. Það er mikilvægt að veita margs konar úrræði og aðlaga meðferðir að þörfum hvers og eins og mæta fólki þar sem það er statt hverju sinni. 

4. Starfsáætlun í mannréttindamálum 2016 lögð fram og hún samþykkt með 4 atkvæðum. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fulltrúi Framsóknar og flugavallarvina sitja hjá.

5. Lögð fram drög að dagskrá opins fundar mannréttindaráðs 10. desember. 

6. Fram fer umræða um túlkaþjónustu og kostnað Reykjavíkurborgar við hana.

7. Lagt fram yfirlit styrkumsókna sem bárust mannréttindaráði vegna verkefna sem koma til framkvæmda 2016. Skipað var í faghóp um styrki mannréttindaráðs. Hópinn skipa: Magnús Már Guðmundsson, Diljá Ámundadóttir og Herdís Þorvaldsdóttir.

Fundi slitið kl. 13.59

Líf Magneudóttir

Herdís Þorvaldsdóttir Sabine Leskopf

Jóna Björg Sætran Diljá Ámundadóttir

Magnús Már Guðmundsson